Hollustufæði sem inniheldur engar kaloríur – er það til?
Ef þú ert að passa upp á að bæta ekki á þig þá skaltu kíkja yfir listann hér að neðan.
Sérfræðingar í heilsu og heilbrigðum lífsstíl hafa sett saman lista yfir 20 fæðutegundir sem innihalda engar kaloríur.
Ekki hafa áhyggjur, það er fleira á listanum en bara sellerí – þó svo það sé líka að finna á þessum lista.
Þessi matur hefur verið kallaður “núll kaloríu maturinn” en betra nafn yfir hann er “matur sem inniheldur lítið sem ekkert af kaloríum”.
Það eru nokkrar kaloríur í þessum tegundum af mat, en þær eru svo fáar að þú brennir þeim á meðan þú ert að borða. Matur með þessar fáu kaloríur er tilvalinn fyrir þá sem þurfa að léttast og einnig fyrir þá sem vilja halda sér í kjörþyngd.
Það kemur á óvart hversu langur listinn er.
Epli
Apríkósur
Rauðrófur
Brokkólí
Blómkál
Sellerí
Vætukarsi
Gúrka
Hvítlaukur
Greip ávöxtur
Grænar baunir – ekki úr dós
Grænkál
Blaðlaukur
Sítrónur
Salatblöð
Laukur
Hindber
Jarðaber
vatnsmelóna
Hugsaðu þér allt sem þú getur búið þér til að borða úr þessum hollu hráefnum.
Það má búa til dásamlegt salat sem dæmi.
Upplýsingar:
Ekki eru allir næringarfræðingar sammála þessum lista og að verið sé að ota þessu svo kallaða kaloríulausa mataræði að fólki.
Og svo er auðvitað hinsvegar, eins og með svo margt annað, ef það hljómar of gott til að vera satt þá er það sennilega raunin.
Fæðusérfræðingurinn Lisa Moskovitz gefur eftirfarandi ráðleggingar:
“Það sem þú hefur verið að heyra um mat sem kallaður er neikvæður í kaloríum er vegna þeirrar hugmyndar að líkaminn brenni fleiri kaloríum til að melta þennan tiltæka mat” segir Lisa.
“Ok, þú borðar 20 kaloríur af grænmeti og líkaminn notar 30 kaloríur til að melta matinn sem þýðir að þú er í mínus kaloríum, rétt? Því miður, nei þetta er ekki svona einfalt”.
“Sannleikurinn er sá, með sumar fæðutegundir eins og t.d sellerí stilk sem inniheldur afskaplega lítið af orku (14 kaloríur í stilk c.a) getur komin inn á þessa neikvæðu kaloríutölu. Þú borðar sellerí og líkaminn eyðir fleirum en 14 kaloríum til að brenna hann.
Að borða þetta fæði er auðvitað snilld og það ættu allir að hafa sem hluta af heilbrigðu mataræði.
Dr. Donald Hensrud segir, “þó það sé tæknilega séð, hægt að borða og mínusa út kaloríurnar þá er miklu heilbrigðara að neyta fjölbreyttari fæðu til að fá sem mest af helstu næringarefnum sem líkaminn þarf daglega. Nota má þessar lág-kaloríu fæðu í sambland við heilbrigt mataræði”.
Og hans ráðlegging – lykillinn að því að léttast er að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, sem er hollur matur og regluleg hreyfing. Það er ekki flóknara en það.
Hér neðst á síðunni má svo sjá myndband um það hvernig búa á til vatnsmelónu frostpinna.
Heimild: kidspot.com.au