Fara í efni

Borðum jólatréð í ár

Gera holu fyrir gulrót ofan á eplið og stinga gulrótinni ofan í og passa að sé stöðugt. Því stærri sem gulrótin er því stærra verður tréð.
Jólatréð sem smkkast guðdómlega.
Jólatréð sem smkkast guðdómlega.

Afhverju ekki að prufa svona ávaxta tré og bjóða með tildæmis jólaísnum.
Börnin eru sjúk í svona ávaxta gleði.
Og fínt að leifa trénu að standa á jólaborðinu.
Og hver og einn getur tínt af trénu og fengið sér ávaxta gleði langt fram eftir kvöldi.
Hollt og gott .
Súper einfalt að græja svona tré og börnin vilja gjarnan taka þátt.

Aðferð.
Skera flatan botn á epli.
Gera holu fyrir gulrót ofan á eplið og stinga gulrótinni ofan í og passa að sé stöðugt.
Því stærri sem gulrótin er því stærra verður tréð.
Þá er að stinga tannstönglum frekar þétt bæði á eplið og gulrótina.
Nota hálfa tannstöngla frá miðjunni af gulrótinni til að fá jólatréð í réttum hlutföllum
Svo er bara föndra sig áfram með ávextina.
Fínt að nota.
Jarðaber
Bláber
Mandarínur/klementínur
Gula melónu
Kíví
Skreyta með greni og því sem hentar hverju skipti.
Fallegt að hafa rauð ber með til að skreyta.

Um að gera prufa svona hollustu og njóta.