Kókós/gulrótar múffur á morgnana – svo góðar að þú vilt alltaf eiga skammt í frystinum
Þessar dásamlegu múffur er tilvalið að baka og eiga tilbúnar morgunin eftir.
Þær eru einnig góðar í nestið fyrir börn og fullorðna.
Þessar múffur eru ríkar af trefjum sem eru okkur svo nauðsynlegir og þær henta einnig grænmetisætum.
Uppskrift er fyrir 12 múffur og auðvelt að stækka hana.
Hráefni:
1 bolli af heilhveiti
½ bolli af höfrum – plús 2 msk til skreytingar
2 tsk af matarsóda
2 tsk af kanil
½ tsk af sjávarsalti
2 stór egg
1 bolli af ósætu eplamauki
1/3 bolli af hrá hunangi
2 tsk af vanillu
¼ bolli af kókósolíu – bræða hana ef þarf
2 bollar af gulrótum – rífa þær niður
½ bolli af kókósflögum – ósætum plús 2 msk til skreytingar
½ bolli af rúsínum
Leiðbeiningar:
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Smyrjið múffu form með spreyji eða olíu.
Hrærið saman hveiti, höfrum, matarsóda, kanil og salti í skál.
Þeytið egg, eplamauk, hunang og vanillu í stóra skál.
Hrærið nú kókósolíunni saman við.
Nú skal hræra varlega hveiti blöndunni saman við.
Einnig skal fara varlega í að blanda gulrótunum saman við ásamt rúsínum.
Setjið nú deig í múffuformin og passið að jafnt sé í þeim öllum.
Dreifið yfir restinni af höfrunum og kókósflögunum.
Bakið múffur þar til þær eru bakaðar í gegn. Þetta tekur um 30-35 mínútur en fylgist samt vel með þeim.
Látið standa í 10 mínútur áður en þú tekur þær úr múffuforminu og setur á kæligrind.
Berið fram volgar og njótið vel!
Ábending: til geymslu þá skal plasta hverja og eina múffu fyrir sig, þær geymast í 3 daga við herbergishita, og allt upp í 3 mánuði í frysti. Það er gott að hita þær svo í örbylgjuofni í 30-60 sek. En hyldu þær með eldhúspappír.