MORGUNVERÐUR – kókóspönnukökur með granateplum
Geggjaðar pönnukökur og endilega prufaðu að toppa þær með hreinum jógúrt og sítrónu.
Eldunartíminn eru um 20 mínútur og uppskrift eru 6 pönnukökur.
Hráefni:
1 stórt egg
1 bolli af grófu hveiti
1 tsk af matarsóda
1 bolli af mjólk
8 msk af þurrkuðum kókós – má nota muldar kókósflögur
20 gr af smjöri
1 granatepli
Leiðbeiningar:
Brjóttu eggið í stóra skál. Fylltu bolla af hveitinu og skelltu saman við eggið. Settu matarsódann og notaðu sama bollann og fylltu af mjólk og settu klípu af salti með. Notaðu handþeytara, þú fattar, þennan sem þú notar handaflið til að þeyta með. Hrærðu þessu öllu afar vel saman.
Bættu núna um 8 msk af kókósflögunum í deigið. Og blandaðu saman við.
Hyljið skálina og setið til hliðar.
Næst er það granateplið. Skerðu það í tvennt, það getur verið örlítið subbulegt að skera granatepli í tvennt. Taktu skál og haltu granateplahelming yfir henni með fræ hliðina niður yfir skálinni. Notið viðarskeið til að slá aftan á granateplið til að losa um fræin því við viljum þau öll í skálina. Endurtaktu með hinn helminginn. Fylltu nú skálina með vatni og taktu alla bita sem ekki eru fræ og settu í ruslið og sigtaðu nú fræin frá vatninu.
Taktu nú stóra pönnu og settu yfir meðal hita. Settu helminginn af smjörinu á pönnuna og þegar það er bráðið og farið að sjóða þá tekur þú góða skeið og byrjar að baka pönnukökurnar, hafa hverja á stærð við appelsínu c.a.
Þú ættir að koma 2-3 pönnukökum fyrir á pönnunni í einu. Leyfðu þeim að eldast í 1-2 mínútur og snúðu þeim þá við og eldaðu í um 1 mínútu í viðbót.
Þegar þær eru steiktar þá setur þú þær á disk og hylur hann með álpappír til að halda þeim heitum. Haltu áfram að steikja þar til deig er búið. Og mundu að nota restina af smjörinu.
Þessar pönnukökur berðu fram með hreinum jógúrt og granateplafræjum og gott er að rífa sítrónu yfir eða appelsínu.
Þessi uppskrift er í boði Jamieoliver.com
Njótið vel!