Fara í efni

Naanbrauð „þegar maður byrjar getur maður ekki hætt“ útgáfan

Þetta er bara þannig meðlæti að það er hægt að bjóða uppá Naanbrauð með nánast öllum mat, sem forréttur með alskyns viðbiti og ídýfum eða bara sem meðlæti. svo er hægt að leika sér með kryddolíuna,bara hvaða krydd sem hverjum og einum dettur í hug. þið verðið að prófa!
Naan brauð
Naan brauð

Naanbrauð „þegar maður byrjar getur maður ekki hætt“ útgáfan

2 dl vatn (ylvolgt)

20 g ger

1 msk Sykur

1 dl hrein Jógúrt

250g Hveiti

250g heilhveiti

1 tsk Salt

3 msk Isíó-4 olía

1 tsk hvítlauksduft

Sesamfræ til að strá

Kryddolían til að pennsla með:

1 dl Ísíó-4 olía

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk cumminduft

½ tsk cayennepipar

1 tsk oregano

Salt eftir smekk

 

Aðferð:

Vatn, gerið, jógúrt og sykur blandað saman í hrærivélarskál og hrært aðeins saman, hveitinu, saltinu, hvítlauksduftinu og olíunni bætt útí og hnoðað í smá stund , ekki hnoða of lengi annars verður brauðið stíft. Takið deigið úr skálinni og hnoðið í kúlu, stráið hveiti í skálina og setjið deigið aftur í skálina, hyljið með plastfilmu eða klút í ca. 40 mín. þá eru mótaðar í litlar bollur og settar á hveitstráð borð , hitið pönnu enn ekki alveg á hæsta hita, rúllið brauðkúlunum út í ca. 2 cm þykkar pönnukökur og steikið á þurri pönnunni í ca.1 mínútu á fyrstu hlið og snúið þá brauðinu og pennslið með kryddolíunni, þá er brauðinu snúið aftur, það á aðeins að sjást litlir „brenndir“ punktar á brauðinu, þá er hin hliðin einnig pennsluð með olíunni, stráið yfir með sesamfræjum og haldið svo áfram með næsta brauð, gott er að þurrka af pönnunni með pappír á milli.

Einnig er meiriháttar að grilla brauðið á vel heitu grilli með sömu aðferð.

Borið fram með jógúrtsósu (sjá uppskrift undir sósuflokkinum okkar)