Nei, þú átt ekki að byrja að borða fræið úr Avókadó!
Ef þú hefur verið að hanga á Facebook nýlega þá hefur þú eflaust séð endalausar greinar um það hversu hollt það er að borða fræið úr Avókadó.
Því er haldið fram að mestu næringuna sé að finna í þessu fræi og þess vegna ætti ávallt að geyma það til að nota í boost, sem dæmi. Talað er um að rífa niður fræið og eiga í drykki.
En hvað er málið ?
Erum við búin að vera að missa einhverju ofsalega mikilvægu þegar kemur að næringu úr einum af okkar uppáhalds súper ávexti?
Nei, alls ekki, segir næringarfræðingur Health.com, Cynthia Sass. “sjálf er ég mikill aðdáandi avókadó. Ég borða þá daglega og mæli með avókadó til minna skjólstæðinga. Málið er að ég hef efasemdir um það að borða fræðið” segir Sass.
“Til eru einhverjar rannsóknir um ágæti þess að borða fræið en ekkert hefur verið rannsakað um öryggi þess að melta það”
Rannsóknir er varða neyslu á avókadó fræinu eru afar takmarkaðar. Í þeirri rannsók sem til er, þá eru vísindamenn sammála því að það þurfi að fara miklu betur ofan í þetta mál áður en fólk fari að neyta fræsins.
California Avocado Commission hefur sett á sína vefsíðu að þau mæli EKKI með neyslu á avókadó fræjum. “Fræin í avókadó innihalda efni sem eru ekki ætluð til neyslu af mannfólkinu”. Segir á heimasíðunni þeirra.
Niðurstaðan: Þangað til fleiri rannsóknir eru gerðar er varða þetta mál þá skuluð þið alls ekki vera að borða fræið úr avókadó. Enda er kjötið úr ávextinum alveg nógu hollt og fullt af vítamínum, steinefnum og dásamlegri mettaðri fitu, einnig er það ríkt af trefjum og andoxunarefnum.
Heimild: news.health.com