Fara í efni

Ofnbakað lambalæri með dukkah og rauðrófum

Þessi lambalærisréttur er í miklu uppáhaldi hjá Rikku.
Ofnbakað lambalæri að hætti Rikku
Ofnbakað lambalæri að hætti Rikku

Alveg tilvalin sunnudagsmatur. Dásamlegt lambalæri með skemmtilegu meðlæti. 

Hráefni og leiðbeiningar: 

Hitið ofninn í 170°C.
Þerrið lambalærið og leggið í eldfast mót eða á ofnplötu.
Stingið göt í lærið og stingið hvítlaukssneiðum í það, kryddið með salti og pipar, smyrjið með sinnepinu og þrýstið Dukkah kryddinu á það.
Veltið rauðrófunum upp úr ólífuolíunni og hunanginu og kryddið með salti og pipar.
Raðið rófunum í kringum lambalærið og bakið í klukkustund og 45 mínútur eða þar til að kjarnhitinn hefur náð 70°C.
Stráið fetaosti og mintu yfir rauðrófurnar áður en að rétturinn er borinn fram.

Fyrir 4 að hætti Rikku.

1½-2 kg lambalæri
2 hvítlauksrif, sneidd
sjávarsalt og nýmalaður pipar
2 msk sterkt sinnep
3 msk Dukkah krydd með pistasíum
3 meðalstórar rauðrófur, 
afhýddar og skornar í bita
2 msk ólífuolía
2 msk hunang
2 msk fetaostur, mulinn
1 tsk fínsöxuð fersk minta
 
Uppskirft frá Hagkaup.is