Fara í efni

RAW Epla orkukúlur – Uppskrift

Það er alltaf gott að eiga hollt og gott „snakk“ til að grípa í eða taka með sér sem millibita til vinnu. Þessar orkukúlur rúllar þú upp á innan við 5 mínútum svo að tímaleysi er enginn afsökun.
Gott að eiga til að grípa í
Gott að eiga til að grípa í

Það er alltaf gott að eiga hollt og gott „snakk“ til að grípa í eða taka með sér sem millibita til vinnu. 

Þessar orkukúlur rúllar þú upp á innan við 5 mínútum svo að tímaleysi er enginn afsökun.

 

 

 

  

Hráefni

  • 1 ½ bolli þurrkuð epli
  • ¼  bolli döðlur (steinlausar)
  • ½ msk hunang (eða annað sætuefni)
  • 1 tsk nutmeg
  • 2 msk kanill
  • ¼ bolli af ristuðum pekanhnetum

Aðferð

Byrja á að setja eplin, döðlurnar og hunangið í matvinnsluvél eða góðan blandara og unnið vel saman.  Síðan er nutmeg, kanill og pekanhnetum bætt við og unnið þar til að hneturnar hafa brotnað niður í hæfilega stærð fyrir hvern og einn.  Þegar blandan er tilbúin er best að taka matskeið og rúlla þessu á milli handanna og kannski betra að væta aðeins hendurnar með vatni svo að þetta festist ekki við þig.  Sett í hæfilegt ílát og þú getur geymt þetta uppundir eina viku í ísskápnum.   

Tengt efni: