Rófu salat með fíkjum, heilhveitipasta og tígrisrækjum
Skemmtileg blanda í þessu salati.
Fíkjur, heilhveitipasta og tígrisrækjur. Við mælum með að þið prufið þetta.
Þessi uppskrift er fyrir 4
Hráefni:
2 stk rófur, litlar (u.þ.b. 600 g)
3 msk olífuolía
40 ml balsamic edik
1 msk hunang
12 stk vorlaukur
1 stk rauður chilli
6 stk fíkjur
200 g tígrisrækjur
200 g penne pasta (heilhveiti)
Maldon sjávarsalt og pipar
Aðferð:
Skolið rófur vel og skerið úr þeim allar skemmdir. Skerið þær í báta, með hýðinu á, og veltið upp úr olíunni. Kryddið með salti og pipar, bakið í 20 mínútur við 200°C og kælið síðan.
Balsamic edikið og hunangið er soðið saman í sýróp, það er síðan kælt.
Vorlaukurinn er saxaður fínt, chillíið skorið í þunnar sneiðar og fíkjurnar í litla báta
Tígrisrækjurnar eru snögg steiktar á pönnu og pastað soðið í saltvatni í um það bil 15 mínútur.
Raðið rófunum, rækjunum, fíkjunum og pastanu á diskana og stráið vorlauknum, chillíinu og sjávarsaltinu yfir, hellið að lokum balsamic sýrópinu yfir salatið.
Höfundar uppskriftar eru:
Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og
Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.