Sætir kartöflubátar með avókadókremi og beikoni
Einfaldur og hollur morgunverður eða tilvalinn í hádeginu.
Bragðlaukarnir dansa af gleði og þetta er stútfullt af næringarefnum.
Það má segja “ást við fyrsta bita”.
Uppskrift er fyrir tvo.
Hráefni:
2 stórar sætar kartöflur, muna að skola þær og þurrka
2 stór egg
4 lengjur af beikoni – ef þær eru litlar þá má nota 6 lengjur
½ avókadó
Safi úr einu lime
1 skallot laukur, saxa en bara hvíta hlutann
1 hvítlauksgeiri, kraminn
1/8 af kúmen/cumin
1/8 af sjávarsalti
Leiðbeiningar:
Fyrir sætu kartöfluna + egg:
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Setjið sætu kartöflurnar í álpappír og látið bakast í um klukkustund.
Takið svo úr ofni og skerið á lengdina svo hún opnist.
Notið gaffal til að hræra létt upp í sætukartöflunni ofan í hýðinu.
Brjótið svo eggin varlega ofan í hvora kartöflu fyrir sig, hafið bökunarpappír undir.
Setjið aftur í ofninn á bökunarpappírnum og látið bakakast í um 12 mínútur, getur verið aðeins styttra eða jafnvel örlítið lengur. Bara flygjast vel með þeim.
Fyrir beikonið:
Takið fjórar lengjur og setjið á stóra pönnu og látið steikjast þar til beikonið er orðið eins og þér finnst það best. Takið svo beikon og leggið á eldhúspappír og þerrið fituna af.
Skerið beikon í litla bita.
Fyrir avókadókremið:
Blandið saman avókadó, lime safanum, skallot lauk, hvítlauk, cumin og sjávarsalti í blandara eða matarvinnsluvél og látið hrærast vel saman. Áferð á að vera kremkennd.
Dreifið svo avókadókremi jafnt yfir kartöflurnar ásamt beikonbitunum.
Berist fram strax og njótið vel.
Uppskrift af vef thehealthymaven.com