Sveppir bæta súkkulaði
Súkkulaði er fyrir sumum forsenda lífs, enda ekki skrítið það er dásamlegt. Kannski ekki forsenda lífs en að minnsta kosti uppskrift að góðri stund.
Vísindamenn við Háskólann í Leuven í Belgíu hafa lengi unnið að því að bæta súkkulaði. Það má segja að verkefnið snúist um að gera meðhöndlun kakóbauna skilvirkari og samræmdari. Þannig er að þegar kakóbaunir eru týndar og hýðir tekið utan af þeim eru baunirnar sjálfar umluktar hvítri hulu sem samanstendur af prótínum, sykrum og alls kyns næringu sem plantan ætlar fræinu sínu sem forða þegar það byrjar að spíra. Þessi hvíta hula er ekki nýtt til manneldis heldur eru það örverur, bakteríur og sveppir, sem éta huluna utan af baununum. Tegundasamsetning örveranna sem étur huluna skiptir höfuðmáli til að skapa þau bragðgæði sem sóst er eftir.
Rannsókn Kevin Verstrepen og samstarfsfélaga snéri að því að finna örveru sem gæfi gott bragð og væri ríkjandi í þessu samfélagi örvera á kakóbaununum. Með því að finna ríkjandi tegund eru meiri líkur á því að hægt verður að notast við sömu tegund á fleiri stöðum.
Til að lesa meira af þessari fróðlegu grein af hvatinn.is, smelltu þá HÉR.