Fara í efni

Uppáhalds hummusinn

Uppáhalds hummusinn

 

 

 

 

 

 

 


2 x 400 gr. kjúklingabaunir í krukku, geymið vökvann og nokkrar baunir til að skreyta 
4 tsk tahini (búið m.a. til úr sesamfræjum - fæst tilbúið) 
2 hvítlauksgeirar 
1 tsk sjávarsalt 
6 msk ólífuolía (og aðeins meira í lokin) 
3 ½ msk sítrónusafi, ný kreistur 
Paprika - mjög góð tilbreyting en má sleppa 
Kóríander eða steinselja (má sleppa) 
 
Aðferð: 

Einfalt og gott, öllu skellt í matvinnsluvél eða blender og maukað saman. Áferðin fer eftir smekk, 
sumir vilja blanda þar til áferðin verður silki mjúk en aðrir vilja hafa hana grófari. 

Gott er að nota krukkurnar undan baununum til að geyma hummusinn í, en ef það á að bera hann
strax á borð, þá er fallegt að setja hann í falleg skál, búa til litla miðju með skeið og hella yfir góðri ólífu
olíu, kjúklingabauna vökva og nokkrum baunum til að skreyta og jafnvel smá paprikukrydd yfir. 

Fróðleikur um kjúklingabaunir 

Íslenska heitið á kjúklingabaunum er kíkertur en það er dregið af latneska heitinu cicer. Frakkar nota ciche sem kemur frá enska heitinu chickpeas og þaðan kemur íslenska nafnið en eins og flestir vita, eru kjúklingabaunir ekkert skildar kjúkling eða öðru fiðurfé. 

Kjúklingabaunir eru mjög næringaríkar en í hverjum 100 grömmum færðu um 20% af ráðlögðum dagsskammti af próteini, trefjum, járni og fosfór, ásamt fjölmörgum öðrum vítamínum, steinefnum og fleiru. Kjúklingabaunir eru um 60% vatn, 27% kolvetni, 9% prótein og 3% fita. 

Hummus er dásamlegur á brauð, með niðurskornu grænmeti og sem meðlæti meða allskonar mat.