Vissir þú þetta um koffein ?
Til að byrja með, þú neytir örugglega meira af koffeini en þú heldur.
Tilbúin fyrir smá áfall?
Samkvæmt FDA (Food and Drug Administation), 80% af fullorðnum í Bandaríkjunum neyta koffeins daglega og neyslan er um 200mg á dag.
Með þessar tölur í huga að þá kemur það kannski ekkert á óvart að yfir 7,000 manns völdu koffein fram yfir kynlíf. Já, koffein er öflugt örvandi efni ekki satt?
Hérna að neðan eru fróðlegar upplýsingar um koffein
1. Koffein hefur jákvæð áhrif á skamm -og langtíma minni.
Það hafa verið gerðar ansi margar rannsóknir um áhrif koffeins á skammtíma minni, en nýjustu rannsóknir benda til þess að koffein hefur einnig góð áhrif á langtíma minni. Um 300 til 400 mg á dag geta varið minnið og haft þannig fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og Alzheimer. Það skiptir einnig miklu máli að sofa nóg. Þannig að passaðu upp á kaffidrykkju á kvöldin.
2. Koffein getur aukið framistöðu þína í íþróttum.
Að innbyrða koffein um klukkutíma fyrir æfingu eða langhlaup getur bætt getu þína. Að auki þá þarftu jafnvel ekki að leggja jafn mikið á þig til að ná árangri.
3. Áhrif koffeins eru samstundins
Það er ekki alveg víst hvort þetta sé gott eða slæmt. Koffein á afar auðvelt með að ná til heilans og taugakerfis á örskotsstundu. Þetta þýðir að þú ert meira vakandi og finnur virkilega fyrir þessari auka orku.
4. Koffein innihald í kaffi er afar misjafnt.
Í rannsókn sem gefin var út í the Journal of Analytical Toxicology þá kom í ljós að 33ml af kaffi frá Starbucks innihéldu 100mg meira en kaffi frá Dunkin Donuts.
5. Koffein innihald í expressó er í raun minna en í kaffi.
Það halda allir að expressó sé hæstur í koffeini, en í einu skoti af expressó eru um 40 til 70 mg af koffeini. Það er miklu minna en í einum kaffibolla.
6. Koffein er ekki endilega ástæðan fyrir vökvatapi.
Þar sem að um 98% af koffeini er innbyrt með kaffidrykkju samkvæmt FDA þá ertu sennilega að tapa vökva í leiðinni. En örvæntið eigi, þetta er ekki alveg rétt. Málið er bara að passa að drekka ekki eingöngu kaffidrykki. Við þurfum vatn til að hressa upp á líkamann.
7. Koffein er ekki bara hægt að finna í drykkjum.
Súkkulaði inniheldur einnig koffein og það má finna koffein í sumum mat. Það má einnig finna koffein í fæðubótaefnum og jafnvel í sumum lyfjum. Ef hjartað er viðkæmt skaltu alltaf lesa utan á lyfin sem þú ert að taka.
Heimild: healthdigezt.com