Collagen boost
Innihald: / 2 dl möndlumjólk / 2 msk/10 gr amino collagen / 1 msk hörfræolía / 1 pera / 1 dl frosin hindber / 1 dl frosin bláber / 1 dl frosinn ananas / 1 tsk kanill / smá vanilluduft (má sleppa).
- Öllu skellt í blandarann. Einfaldara gerist það ekki.
Ég hef verið að prófa nýja alíslenska, náttúrulega vöru frá Feel Iceland sem er collagen unnið úr fiskiroði úr villtum laxi. Collagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og finnst í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Hver kannast svo ekki við að þegar aldurinn færist yfir þá byrjar okkur að verkja í liði og liðamót og collagen getur dregið úr þeim verkjum. Húðin okkar breytist líka með aldrinum og hrukkur myndast því teygjanleiki húðarinnar minnkar jú með aldrinum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun svo að sjálfsögðu langar mig að skoða þessa vöru nánar.
Það er hægt að setja 2 matskeiðar út í vatn og skella í sig en ég ákvað að henda þessu í boostið mitt. Collagen prótein er ekki vöðvauppbyggingarprótein eins og t.d. mysuprótein því það er samsett úr færri amínósýrum en dregur þó úr niðurbroti vöðva eftir æfingu. En það er mjög gott fyrir húð, hár og neglur, liði og liðamót. Þess vegna er það t.d. gott fyrir íþróttafólk sem æfir undir miklu álagi. Spennandi vara!
Efni eftir Valdís Sigurgeirsdóttir, sjá meira á Ljómandi.is