Hvernig móðir mín vann á beinþynningu með því að æfa CrossFit
Hún Madeline Moiser deilir hér með okkur sögu móður sinnar sem að þjáðist af beinþynningu og hvernig hún vann á henni.
Árið 2008 fór móðir mín, Silvia Mosier til læknis til að fá skönnun á beinum og þá kom í ljós að hún var með beinþynningu.
“Ég var ekki nema 61.árs en ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég fann að vöðvarnir voru farnir að rýrna. Ef ég beygði mig niður á hnén þá gat ég ekki staðið aftur upp nema með aðstoð” segir Silvia.
Þessar fréttir að mamma væri með beinþynningu voru áfall fyrir fjölskylduna. Mamma er að eldast og við vissum að það yrði að gera eitthvað til að hjálpa henni.
Á svipuðum tíma og allt þetta gerðist þá uppgötvuðu ég og bræður mínir CrossFit. Við höfum alltaf verið mikið í íþróttum og vorum að leita að einhverju nýju og spennandi. Við söknuðum þess að hafa ekki þjálfara til að hvetja okkur áfram, CrossFit var málið. Okkur fannst einnig orkan í hópnum meiriháttar og áskorunin að byrja í nýrri íþrótt var spennandi.
Einn daginn þá stakk elsti bróðir minn og J.J, sem er læknir og eigandi CrossFit æfingarhúss að fá mömmu til að prufa. Hún hafði ekki hreyft sig að neinu viti í tugi ára og hún hikaði í fyrstu.
Hún byrjaði á því að læra undirstöðurnar og hreyfingarnar. Hún notaði létt lóð eða bara sína líkamsþyngd. En fljótlega þá tók hún eftir því að hún var að styrkjast og sjálfstraustið jókst til muna. Hún fór að nota þyngri lóð og fór að gera ýmsar lyftur.
“Það er oft sagt, “fear your workout?”. Þannig líður mér mest allan tímann. Ég er hrædd um að geta ekki klárað æfingu. En samt einhvern veginn þá tekst mér það alltaf” segir Silvia.
“Svo stundum þá eru æfingarnar eitthvað sem ég kann og þekki. Það finnst mér spennandi því þá veit ég að ég mun gera vel. Auðvitað er ég ekki eins öflug og unga fólkið!”
Árið 2012 fór mamma svo aftur að láta skanna beinin og niðurstaðan var þessi: Hún var ekki lengur með beinþynningu. Þegar læknirinn sagði okkur þessar fréttir þá bætti hann við “ekki hætta að gera það sem þú hefur verið að gera”.
“Ég held að læknirinn hafi ekki séð svona góðan árangur á svona stuttum tíma áður” sagði Silvia. Og nýjasta skönnunin í mars 2014 sýndi enn frekari framför.
Mamma æfir CrossFit á fullu og þú getur hitt á hana í ræktinni þrisvar til fjórum sinnum í viku. Öll hennar vinna hefur svo sannarlega gert henni gott. Í dag getur hún lyft “deadlift” 90 kg og “back squat” 84 kg.
“Að finna hvað líkaminn getur gert er dásamleg tilfinning” segir hún.
Svo þökk sé CrossFit að þá er mamma mín afar heilbrigður eldri borgari í dag.
Heimild: livestrong.com