Fara í efni

D-vítamín er nauðsynlegt

D-vítamín yfir veturinn er nauðsynlegt.
D vítamin er okkur nauðsynlegt
D vítamin er okkur nauðsynlegt

Veturinn að detta í hús og þá er gott að fara að huga að D-vítamíninu. 

Því má ekki gleyma þegar dimmir því við þurfum öll á því að halda. 
 

  • Ekki hefur verið hægt að sýna fram á gagnsemi skammta umfram 10-20 μg/dag (400-800 alþjóðlegar einingar) fyrir heilbrigt fólk, en þessir skammtar eru jafnframt nauðsynlegir  meðal annars fyrir beinheilsu.
     
  • Efri mörk hættulausrar neyslu eru skilgreind sem 100 μg/dag (4000 alþjóðlegar einingar) fyrir fullorðna einstaklinga. Ekki er ráðlegt að fara yfir þau mörk og er þá miðað við daglega neyslu í langan tíma.
     
  • Skammtar á bilinu 20-100 μg/dag (800-4000 alþjóðlegar einingar) virðast skaðlausir fyrir fullorðna einstaklinga en ekki er búið að sýna fram á að þeir séu peninganna virði.
     
  • Efri mörk hættulausrar neyslu fyrir börn á aldrinum 1-10 ára eru skilgreind sem 50 μg/dag (2000 alþjóðlegar einingar) og 25 μg/dag (1000 alþjóðlegar einingar) fyrir ungbörn.
     
  • Einstaklingum með sjúkdóma sem gætu haft áhrif á frásog eða nýtingu D-vítamíns er bent á að hafa samband við heimilislækni eða heilsugæslu.

Háskóli Íslands

Heimildir:
Dietary Reference Intakes for Calcium and Vitamin D. Institute of Medicine 2010.http://www.iom.edu/Reports/2010/Dietary-Reference-Intakes-for-Calcium-and-Vitamin-D.aspx

Scientific Opinion on the Tolerable Upper Intake Level of vitamin D. EFSA Panel on Dietetic  Products, Nutrition and Allergies (NDA) EFSA Journal 2012;10(7):2813. http://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/doc/2813.pdf

Christel Lamberg-Allardt, Magritt Brustad, Haakon E. Meyer, Laufey Steingrimsdottir. Vitamin D a systematic literature - review for the 5th edition of the Nordic Nutrition Recommendations. Food & Nutrition Research 2013. 57: 22671 -http://dx.doi.org/10.3402/fnr.v57i0.22671