Dásamlegur Appelsínu Sesam Lax með Quinoa og Brokkólí
Bragðgóð sósa með austurlensku ívafi gefur þessum rétti afar skemmtilegt bragð.
Fljótlegt og hollt.
Uppskrift er fyrir 4.
Hráefni:
1 bolli af quinoa
½ bolli af ferskum appelsínusafa, passa upp á að eiga 1/3 eftir
2 skallot laukar – skornir í sneiðar
1 kippa af brokkolí - nota hausana
1 msk af extra virgin ólífuolíu , eða þinni uppáhalds
½ tsk af ferskum pipar
3 tsk af ristaðri sesam olíu
¼ tsk af hvítlauksdufti
2 flök af villtum laxi
1 msk af fersku engifer – rífa það
1 msk af tamari sósu – hafa hana lága í sódíum
Leiðbeiningar:
Undirbúið quinoa eins og leiðbeiningar segja til um á pakka.
Nema notið ½ bolla af appelsínusafanum í stað vatns.
Þegar quinoa er tilbúið takið af hita og hrærið skallot lauknum saman við. Setjið lokið á pottinn til að halda heitu.
Forhitið ofninn í 250 gráður.
Takið eldfast mót/plötu og hyljið með álpappír.
Hristið saman brokkólí hausunum með olíunni og ¼ tsk af salti og ¼ tsk af pipar í stórri skál.
Hellið á plötuna.
Látið ristast í um 8 mínútur.
Á meðan skal blanda saman 2 tsk af sesam olíunni, hvítlauksdufti og restinni af salti og pipar í minni skál.
Pennslið þessari blöndu á laxinn.
Takið nú plötuna úr ofninum, ýtið brokkólí til hliðar og leggið laxaflökin á plötuna.
Bakið þar til laxinn er eldaður í gegn – tekur um 5-8 mínútur.
Stráið seam fræjum yfir laxinn.
Takið núna restina af appelsínusafanum, 1 tsk af sesam olíu, engifer og tamari sósuna og hrærið í skál sem má fara í örbylgjuofninn.
Hitið í örbylgjuofni í 1 mínútu.
Skiptið nú quinoa, brokkólí og laxi á fjóra diska.
Skiptið sósunni jafnt milli diskanna.
Berið svo fram strax.
Njótið vel!