DIY – Smart leið til að fela Routerinn á heimilinu
En þetta er náttúrulega ekkert stofustáss eða fallegt fyrir augað að hafa þetta uppá fallegu kommóðunni eða skenknum. Hér eru tvær góðar hugmyndir til að fela þetta á fallegan máta.
Ekki fallegt að hafa snúrur út um allt
Við erum flest öll með internetið á heimili okkar og því fylgja auðvita snúru fargan og annað hvort svartur router eða hvítur (fer eftir því hjá hvaða símafyrirtæki þú ert) og okkur gert að stilla þessu upp á besta staðinn í íbúðinni svo það reynist okkur sem best.
En þetta er náttúrulega ekkert stofustáss eða fallegt fyrir augað að hafa þetta uppá fallegu kommóðunni eða skenknum. Hér eru tvær góðar hugmyndir til að fela þetta á fallegan máta.
Beinir settur í kassa
Gott er að losna við þessa sjónmengun
Hægt er að fá sér fallega kassa sem passar við þitt heimili.
Þetta er flottasta hugmynd af þessari útfærslu sem við höfum séð hingað til.
Allt tekið innan úr bókinni og fallegt stofustáss komið í staðinn fyrir svarta routerinn.
Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram #heilsutorg