Fara í efni

Dorrit Moussaieff og ávinningurinn af hot jóga

Í jólablaði MAN magasín sem sjálf forsetafrúin Dorrit Moussaieff prýðir forsíðuna á, er að finna áhugaverða grein um hot jóga þar sem Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari fjallar um ávinninginn afþví að stunda jóga í upphituðum sal.
Dorrit Moussaieff forsetafrú
Dorrit Moussaieff forsetafrú

Í jólablaði MAN magasín þar sem sjálf forsetafrúin Dorrit Moussaieff prýðir forsíðuna, er að finna áhugaverða grein um hot jóga.

En þar fjallar Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari um ávinninginn afþví að stunda jóga í upphituðum sal.

 

 

 

 

Ávinningurinn af hitaferlinu

Þegar líkaminn er heitur svitnar hann meira og sú uppgufun er bæði örvandi og hreinsandi. Þegar líkaminn hitnar eykst hjartslátturinn og æðar víkka og ná þannig að dæla blóðinu sem hefur hitnað nær yfirborðinu. Þessi aukning á blóðflæði örvar samdrætti hjartans sem eykur skilvirkni í dælingu og virkni hjartavöðvans sjálfs. Þessi aukning á blóðflæði hraðar einnig efnaskiptum
 til mikilvægra líffæra og kirtla sem flýta fyrir losun eiturefna úr líkamanum, en mörg þessara eiturefna 
eru samþjöppuð í líkamsfitu.

 

 

 


Húðin er stærsta líffæri líkamans og gegnir m.a. því mikilvæga hlutverki að afeitra líkamann. Önnur viðbrögð líkamans við hita, auk svita, eru m.a. að hitinn örvar myndun hvítra blóðkorna, hann virkjar ónæmiskerfið, stuðlar að aukinni slökun, hraðar heilun á skemmdum stoðvefjum og vinnur gegn æðasjúkdómseinkennum í útlimum. Viðbrögð líkamans við hita eru því styrkjandi, afeitrandi og heilandi sem aftur skapar aukna tilfinningu fyrir heilbrigði og vellíðan. Þú skalt alltaf varast ofþornun eða ofhitnun því þá geturðu örmagnast. Með tíð og tíma nær líkaminn að mynda þol gagnvart hita. Þá dælir hann meira blóði upp að yfirborði húðarinnar, þú ferð að svitna við lægra hitastig og þú svitnar þá meira vatni en söltum.

Munið að setja eitt LIKE við Heilsutorg á Facebook - Takk