Fara í efni

Drekktu vatn og kílóin fjúka

Vatnið er afar gott fyrir alla, alla daga, alltaf.
Drekktu vatn og kílóin fjúka

Að drekka vatn fyrir máltíðir getur hjálpað til við þyngdartap og er jafn einfalt og að skrúfa frá krana.

Miðaldra og eldra fólk sem drakk tvö vatnsglös fyrir máltíð léttist að meðaltali 30 prósent meira en þeir sem ekki drukku vatn.

12 vikur á léttmeti

Þetta kom fram í rannsókn á 48 körlum og konum sem öll voru of þung og gerð var af Virginia Tech í Blacksburg í Bandaríkjunum. Fólkið var á aldrinum 55 til 75 ára. Þeim var skipt í tvo jafn stóra hópa, 24 voru í hvorum hóp. Í tólf vikur neytti fólkið í báðum hópunum kaloríu- og fitusnauðs matar.Öðrum hópnum var gert að drekka tvö vatnsglös fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat en hinum ekki. Að þessum tólf vikum liðnum höfðu þau sem drukku vatnið lést um sjö kíló að meðaltali en hinir höfðu lést um fimm kíló.Fólkið var rannsakað á ný, ári eftir að kúrnum lauk. Það hafði ekki þyngst aftur en þau sem héldu áfram að drekka vatn á undan máltíðum höfðu lést um tæpt kíló til viðbótar.

Gagnast miðaldra . . . LESA MEIRA