Ef þú borðar ekki mjólkurvörur þá þarftu að fá kalk á annan hátt
Ertu með mjólkuróþol? Eða bara neytir ekki mjólkurvara?
Hérna er frábær lausn til að ná í meira af kalki án þess að neyta mjólkurvara.
- Grænkál (Kale)
Einn bolli af elduðu grænkáli færir þér yfir fjórðung af ráðlögðum dagsskammti af kalki (RDS). En passaðu þig á því hvernig það er eldað. Besta leiðin er einfaldlega að skella því í pott með ferskum hvítlauk og kókósolíu.
- Appelsínur
Auðvitað eru appelsínur þekktastar fyrir að vera ríkar af C-vítamíni en í einum báti af appelsínu eru 60mg af kalki.
- Hvítar baunir
Þær eru ekki einungis góðar vegna þess að þær fylla magann vel og eru frábær kostur í staðinn fyrir kjöt. Í hálfum bolla af hvítum baunum eru um 100mg af kalki.
- Þurrkaðar fíkjur
Ef þig allt í einu langar í eitthvað sætt, teygðu þig þá í þurrkaða fíkju. Þær eru fullar af trefjum og ríkar af járni. Ef þú borðar um 2 þurrkaðar fíkjur á dag þá ertu að ná 55mg af kalki.
Annar matur sem er ríkur af kalki eru möndlur, grænt grænmeti, sólblómafræ og brokkólí.
Heimild: naturalnews.com