Ég elska mig alltaf - hugleiðing Guðna á laugardegi
Að heitbindast sjálfum sér er ákvörðun um afstöðu gagnvart eigin lífi – ákvörðun um að sá þessu fræi og leyfa því smátt og smátt að skjóta rótum og stækka:
Ég elska mig samt.
Sama hvernig ég lít út, sama hvað ég geri.
Ég elska mig alltaf.
Ég elska mig samt.
Hamingja þín er alltaf í fullkomnu samræmi við heimild þína til hamingju – við verðum eins glöð og hamingjusöm og við leyfum okkur. Og með því að sá þessu fræi og leyfa því að byrja að stækka eykurðu heimildina samstundis – næst þegar þú elskar þig þrátt fyrir að hafa „gert mistök“ eykurðu hana enn meira og svo framvegis og svo framvegis.
Leiðin til að auka heimildina er að elska sig og fyrirgefa sér og endur- heimta þannig orkuna sem fer í vanþakklæti, vonbrigði, skömm, iðrun og eftirsjá; endurheimta eigin tilvist úr viðnáminu.
Því það fer mikil orka í að lifa með fingurinn á viðnáms-takkanum eða gikk refsingarinnar. Þeim þarf einfaldlega að sleppa.
Forskriftin er svona einföld. Leiðin er svona stutt.
Núna getur þú uppljómast.