Ég lifi lífinu - Laugardagshugleiðing Guðna
Ég lifi lífinu í fullri framgöngu vegna þess að ...
– hugsanir mínar, orðfæri og hegðun eru í samhljómi við tilgang minn og vilja
– ég nýt velsældar
– ég er verðugur og á skilið að ná markmiðum mínum
– ég upplifi markmið mín í augnablikinu, núna
– ég treysti sjálfum mér og trúi á getu mína til að staðfesta vilja minn
– sjálfsmynd mín er skínandi og samvinnuþýð og ég hef heimild til velsældar
– ég set mér ögrandi en framkvæmanleg markmið
– ég vinn í markmiðum mínum með innri tilgang, skýran vilja og sýn sem skín af ástríðu
– ég er staðfastur og dugandi og næ alltaf markmiðum mínum
– ég hef kjölfestu í tilgangi mínum og heitbindingu
– ég hef öðlast traust á sjálfum mér og trú á gang lífsins
– ég fagna uppbyggjandi gagnrýni sem gerir mér kleift að vaxa með því að rannsaka og meta viðhorf mín
– ég er ákafur og fullur ástar á lífinu
– ég stjórnast ekki lengur af forsendum skortdýrsins