Ég og heimurinn - hugleiðing dagsins frá Guðna
Í þakklæti vantar ekki neitt.
Þá er það bara ég og heimurinn, allur, eins og hann leggur sig. Þannig skapar listamaðurinn – í núinu skapar hann í fullkomnu frelsi.
Ég er ekki upplýstur maður sem er fullur af vitneskju heldur er ég fullur af ljósi; heilögu ljósi núsins og alls heimsins.
Þakklæti er ljós – þar með er þakklæti þverrandi myrkur.
Þar með er myrkur aðeins skortur á þakklæti – vanþakklæti – því að hið eina sanna er ljós; allt annað er blekking.