Eggaldin í parmesanhjúp með tómat og basil
Halldór kokkur á Heilsustofnun deildi þessari girnilegu eggaldin uppskrift með okkur. Eggaldin eru mjög næringarrík og þetta er því uppskrift sem mun bæði kæta bragðlaukana og stuðla að heilbrigði okkar.
Uppskrift:
1 stórt eggaldin
2 egg, pískuð
Smá heilhveiti
Brauðrasp
Ferskur parmesan, fínt rifinn til helminga við brauðrasp
Salt/pipar
Aðferð
Byrjum á því að skera eggaldinið í sneiðar og salta á báðum hliðum. Svo tökum við sneiðarnar til hliðar og leyfum saltinu að draga vökva úr því, þetta tekur ca. 10 mínútur. Svo þurrkum við sneiðarnar með pappír og leggjum sneiðarnar í heilhveiti svo það loði við á báðum hliðum. Þar næst leggjum við sneiðarnar í eggjablönduna og að lokum í brauðrasp og parmesan, sem er blandað saman til helminga.
Olía hituð á pönnu og sneiðarnar steiktar í ca. 2 mínútur á hvorri hlið.
Tómatbasilsósa
2 msk. ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
1 box basil
1 dós tómatar
10 sólþurrkaðir tómatar
4-5 hvítlauksrif
Salt/pipar
Aðferð
Olían er hituð í potti og laukurinn svitaður í henni. Því næst er tómötum og hvítlauk bætt útí og látið malla við vægan hita í 10 – 12 mínútur, svo maukað með töfrasprota. Að lokum er er basil bætt útí.
Heimild: nlfi.is