Hvítlauks grilluð eggaldin
Ég eldaði þetta fyrir ekki svo löngu og varð sko ekki fyrir vonbrigðum.
Þessi réttur er dásamlegur einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.
Hráefni:
4-6 Eggaldin
Sjávarsalt
Stútfull matskeið af krömdum hvítlauksgeirum
1/8 bollu af olífuolíu
Safi úr einni sítrónu
Leiðbeiningar:
Snyrtu eggaldinin og skerðu þau svo í tvennt á lengdina. Gerðu smáa skurði í kjötið og stráðu salti yfir. Leyfðu þessu að standa í um 20 mínútur eða þar til að safinn hefur runnið úr.
Notaðu eldhúspappír til að þerra kjötið. Settu núna hvert stykki fyrir sig á plötu sem er með smjörpappír og mundu, kjöthliðin á að snúa upp.
Blandaðu hráefninu í bolla eða litla skál og berðu ofan á hvert stykki fyrir sig. Og ekki spara.
Þetta á að bakast við 220° í 30 til 40 mínútur eða þar til að kjötið er orðið mjög mjúkt og hýðið stökkt.
Njótið~
Hvernig væri að senda okkur myndir á Instagram #heilsutorg