Fara í efni

Hvítlauks grilluð eggaldin

Ég eldaði þetta fyrir ekki svo löngu og varð sko ekki fyrir vonbrigðum.
Grilluð eggaldin
Grilluð eggaldin

Ég eldaði þetta fyrir ekki svo löngu og varð sko ekki fyrir vonbrigðum.

Þessi réttur er dásamlegur einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.

Hráefni:

4-6 Eggaldin

Sjávarsalt

Stútfull matskeið af krömdum hvítlauksgeirum

1/8 bollu af olífuolíu

Safi úr einni sítrónu

Leiðbeiningar:

Snyrtu eggaldinin og skerðu þau svo í tvennt á lengdina. Gerðu smáa skurði í kjötið og stráðu salti yfir. Leyfðu þessu að standa í um 20 mínútur eða þar til að safinn hefur runnið úr.

Notaðu eldhúspappír til að þerra kjötið. Settu núna hvert stykki fyrir sig á plötu sem er með smjörpappír og mundu, kjöthliðin á að snúa upp.

Blandaðu hráefninu í bolla eða litla skál og berðu ofan á hvert stykki fyrir sig. Og ekki spara.

Þetta á að bakast við 220° í 30 til 40 mínútur eða þar til að kjötið er orðið mjög mjúkt og hýðið stökkt.

Njótið~

Hvernig væri að senda okkur myndir á Instagram #heilsutorg