Eigðu yndisleg jól, hér er smá pakki frá mér til þín
Vonandi ertu að hafa það gott, ég veit það getur verið nóg að gera svona rétt fyrir jólin og stundum mikið stress.
Mundu bara að reyna að slaka á og hafa það huggulegt líka, því þetta á að vera tími til að njóta með fjölskyldu og vinum.
Nokkur hollráð fyrir næstu daga:
1. Taktu tíma frá til að sinna sjálfri þér, taktu langa sturtu eða bað, dekraðu við þig, taktu stutta hugleiðslu fyrir daginn.
2. Reyndu að hreyfa þig daglega, taktu stuttan göngutúr eða æfðu heima
3. Settu áherslu á að spjalla og eiga góða stund með fjölskyldunni og vinum, ekki endilega hvað er á matarborðinu
4. Andaðu og njóttu hátíðanna, þetta á að vera yndislegur og huggulegur tími.
Ég sendi þér jólakveðju og smá “pakka”, en þetta er skjal sem hjálpar þér að forgangsraða og fá skýrari sín á líf þitt og langanir. Ég vona að hún geti hjálpað þér að setja niður næstu markmiðin þín og auðveldað þér að ná þínum núverandi.
En ég nýti mér oft þessar spurningar þegar kemur að því að beina huganum og hugsunum mínum í réttan farveg.
Þú getur nálgast pakkann þinn hér!
Ég vona að þú lesir yfir skjalið og fyllist innblæstri, jólaanda og sjáir möguleika þína í dag. Því lífið er yndislegt og fullt af tækifærum, ef við erum aðeins tilbúin að opna augun fyrir því.
Áttu yndislegar stundir með vinum og fjölskyldu yfir hátíðirnar og ég heyri aftur í þér nær áramótum, en ég er með skemmtilega tilkynningu sem þú gætir haft áhuga á.
Ég óska þér Gleðilegra jóla.
Þangað til næst…
Heilsukveðja,
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi