Einfaldar kviðæfingar sem skila þér auknum styrk
Þegar kemur að kviðæfingum, þá kýs ég að nota einfaldar og árangursríkar æfingar sem skila auknum styrk.
Þegar kemur að kviðæfingum, þá kýs ég að nota einfaldar og árangursríkar æfingar sem skila auknum styrk.
Mér finnst of mikið um að verið sé að vinna í einhverjum flóknum „krúsídúllum“ þegar kemur að kviðþjálfun.
Ef markmiðið er að bæta styrk, þá eru kviðvöðvar alveg eins og aðrir vöðvahópar, þú þarft ekki að vinna í 50-100 endurtekningur til þess að auka styrk.
Hér eru þrjár einfaldar og virkilega krefjandi kviðæfingar sem geta skilað þér auknum styrk.
Ab wheel rollout
Hjólin sem notuð eru í þessa æfingu eru til á flestum líkamsræktarstöðvum. Einnig eru þau ódýr og gott að eiga heima. Flestir þekkja þessa æfingu og reynir hún vel á kviðinn og er frábær í að byggja upp styrk. Hægt er að stjórna erfiðleikastigi með hraða æfingar og hversu langt er rúllað fram.
Til að gera æfinguna meira krefjandi:
- Framkvæma æfinguna standandi (mjög fáir geta það)
- Framkvæma æfinguna í niðurhalla
- Framkvæma æfinguna með teygju
Til að gera æfinguna auðveldari (fyrir byrjendur)
- Framkvæma upp við vegg og nota vegginn sem stoppara. Kemur í veg fyrir að rúllað sé of langt fram ef styrkur er ekki til staðar.
- Framkvæma í upphalla – það er auðveldara að rúlla upp en á jafnsléttu eða niðurhalla. . . LESA MEIRA
Grein af vef Fagleg Fjarþjálfun