Fara í efni

Einfaldar leiðir að heilbrigðum lífsstíl

Maður er alltaf að heyra þessa setningu: Heilbrigður líffstíll. Eiginlega svo oft að það mætti alveg fara að finna eitthvað annað orð eða setningu yfir þetta.
Einfaldar leiðir að heilbrigðum lífsstíl

Maður er alltaf að heyra þessa setningu: Heilbrigður líffstíll. Eiginlega svo oft að það mætti alveg fara að finna eitthvað annað orð eða setningu yfir þetta.

Málið er bara að þessi frasi lýsir akkúrat lífinu sem við eigum að vera að lifa til að líða vel og líta vel út. En hvað þýðir þetta raunverulega?

Sko, það eru augljósir hlutir sem lýsa heilbrigðri manneskju: Hún eða hann reykja ekki, eru í eðlilegri þyngd, borða heilsusamlega og æfa reglulega. Hljómar afar einfalt, en það er svo fyndið hversu erfitt það er að halda sig við heilbrigða lífsstílinn.

Góðu fréttirnar eru þær, að þú þarft ekki að breyta öllu í einu. Best er að gera þetta smá saman. Lykilinn að því að ná að lifa þessum heilbrigða lífsstíl er sá að gera litlar breytingar í einu. Sem dæmi, má byrja á því að setja ávexti og ber í morgunkornið og drekka auka glas af vatni eða neita sér um smurða brauðsneið.

En hvað fleira getum við gert? Fyrsta mál á dagsskrá er að koma sér af stað og byrja að hreyfa sig.

Hreyfing.

Ein af stærstu ástæðum þess að fólk er í yfir þyngd þessa dagana er sú að við sitjum allt of mikið. Við vitum að við ættum að vera að hreyfa okkur meira, en við eigum of margar lélegar afsakanir til þess að gera það ekki.

Við erum of "upptekin", "veit ekki hvar á að byrja" við erum ekki nógu áhugasöm", við erum hrædd um að "slasa" okkur eða við erum smeyk við að æfingarnar séu of erfiðar og líkaminn okkar geti ekki höndlað þær.

Sannleikurinn er hins vegar sá að það telur allt, og því meira sem þú hreyfir þig, þeim mun heilbrigðari ertu.

Það er auðvitað best ef þú kemst í ræktina, náir að svitna almennilega og jafnvel lyftir til að styrkja þig í leiðinni. En það þarf ekki alltaf að vera á þennan hátt. Ó nei.

 Til dæmis bara það að vinna í garðinum eða góður göngutúr getur gert gæfu mun.

Bættu smá hreyfingu í þitt daglega líf því það dregur úr áhættu á:

Hjartasjúkdómum og sykursýki.

-  Bætir stöðuleika liðamóta.

-  Bætir og eykur úthald.

-  Hjálpar liðamótunum að halda góðum sveigjanleika.

-  Viðheldur réttum beinmassa.

-  Kemur í veg fyrir beinþynningu og óþarfa brot.

-  Skapið verður betra og degur úr einkennum kvíða og þunglyndi.

-  Eykur sjálfstraustið.

-  Bætir minni hjá þeim sem eldri eru.

-  Dregur úr stressi.

Einfaldar lausnir til að fá hreyfingu á hverjum degi:

-  Slökktu á sjónvarpinu. Einu sinni í viku þá skaltu slökkva á sjónvarpinu og gera eitthvað sem tekur aðeins á með fjölskyldunni. Hægt er að fara í leiki, göngutúra já, næstum hvað sem er sem kemur þér af sófanum er gott.

-  Labbaðu meira. Leitaðu leiða til að ganga meira. Sem dæmi, þegar þú sækir póstinn, taktu þá smá göngutúr um hverfið í leiðinni, farðu út með hundinn (ef þú átt hund) aukalega á hverjum degi eða ef þú átt göngubretti heima, notaðu það áður en þú ferð til vinnu.

-  Gera húsverkin. Fara út og moka snjó, vinna í garðinum, raka saman laufum, sópa gólfin í stað þess að ryksuga. Þetta eru ekkert brjálæðisleg átök en þetta kemur þér á hreyfingu og einnig gerir þú heimilið hreint í leiðinni.

-  Ganga um gólf. Þegar þú ert í símanum, gakktu þá um á meðan eða jafnvel þurrkaðu af. Þetta er frábær leið til að vera á ferðinni á meðan þú ert að spjalla í símann og þú slærð tvær flugur í sama höggi með því að þurrka af í leiðinni.

-  Vertu vakandi yfir því sem þú ert að gera. Gerðu lista yfir alla þá líkamlegu hluti sem þú gerir á venjulegum degi. Ef þú sérð þegar listinn er tilbúinn að þú eyðir meiri hluta dagsins sitjandi gerðu þá annan lista, hafðu á honum allt það sem þú getur gert á klukkutímafresti til að koma þér af sófanum. Gott er að gera teygjuæfingar, ganga upp og niður stiga og fleira.

Borðaðu hollt.

Hollt mataræði er mikilvægur partur af heilbrigðum lífsstíl. Ekki bara að hollur matur sé til að halda þyngdinni á réttum stað, að þá gagnast það heilsunni og lífsgæðum þínum þegar fólk er að eldast.

-  Borða meiri ávexti. Bættu þeim á morgunkornið, í salatið og hafðu ávexti með kvöldmatnum.

-  Laumaðu grænmetinu með. Notaðu grænmeti helst með öllum mat. Settu tómata á samlokuna, papriku á pizzuna og extra mikið grænmeti í pastasósuna. Þetta má allt eiga tilbúið janfvel frosið í boxum inn í frysti og þá er engin afsökun fyrir því að nenna ekki að nota grænmeti.

-  Notar þú salat sósur? Ef þú ert að setja fitu miklar sósur á salatið þitt, skiptu þeim þá út hið snarasta fyrir sósur sem eru fitulausar.

-  Borða fitulausar mjólkurvörur. Að breyta úr venjulegir mjólk yfir í léttmjólk eða undanrennu og hafa jógúrt fitulaust er frábær leið til að halda áfram að tína kaloríurnar úr mataræðinu hjá þér.

Lestu þig betur til um þessa góðu leið að heilbrigðum lífsstíl HÉR