Fara í efni

Eitt af fyrstu skrefum í forvörnum gegn beinþynningu og beinbrotum er að þekkja ástand beina sinna og beinþéttni þeirra

DXA er skammstöfun fyrir ‘dual-X-ray absorptiometry’, sem er lágorku röntgengeislatækni, notuð er til að greina jafnvel hið minnsta beintap. Oftast er mæld beinþétti í framhandlegg, hrygg og mjöðm, en þessi tækni er örugg og sársaukalaus og geislun er minni en t.a.m. í brjóstamyndatöku. Rannsóknin tekur u.þ.b. 15 mínútur og þarf ekki að fara úr fötum, einungis taka af sér belti með málmsylgju.
Eitt af fyrstu skrefum í forvörnum gegn beinþynningu og beinbrotum er að þekkja ástand beina sinna o…

DXA er skammstöfun fyrir ‘dual-X-ray absorptiometry’, sem er lágorku röntgengeislatækni, notuð er til að greina jafnvel hið minnsta beintap.

Oftast er mæld beinþétti í framhandlegg, hrygg og mjöðm, en þessi tækni er örugg og sársaukalaus og geislun er minni en t.a.m. í brjóstamyndatöku.

Rannsóknin tekur u.þ.b. 15 mínútur og þarf ekki að fara úr fötum, einungis taka af sér belti með málmsylgju.

DXA er sú rannsóknaraðferð sem mælt er með til að greina beinþynningu, en einnig eru til önnur tæki þar sem notast er við röntgengeislatækni eða hljóðbylgjur (ómskoðun) og  þá eru yfirleitt framhandleggur mældur eða hælbein. Yfirleitt þarf ekki að rannsaka beinin nánar, ef niðurstöður úr slíkum mælingum eru jákvæðar, en þær þurfa ekki endilega að vera vísbending um lága beinþéttni séu þær neikvæðar.  DXA- mæling gæti skorið úr um það.  Eftir því sem T-gildið er lægra eru meiri líkur á beinbrotum, en það eitt og sér gefur takmarkaðar upplýsingar. Læknar hafa einnig í huga áhættu á brotum í framtíðinni, t.a.m.hvaða lyf viðkomandi hefur tekið og almenna heilsufarssögu hans eða hennar.

Ef T-gildið er -2.5 eða lægra (beinþynning) er líklegt að skrifað sé upp á beinþéttnilyf, en það er ekki sjálfgefið, ef T-gildið er milli -1.0 og -2.5 nema ákveðnir áhættuþættir séu til staðar sem geta aukið líkur á beinbrotum. Ekki fá allir beinþynningu þótt beinþéttnin mælist lág (osteopenia) en það þýðir að beinþéttnin er 10%-20% lægri en meðaltals hámarks beinþéttni hjá fullorðnum. Mikilvægt er að koma i veg fyrir áframhaldandi beintap hjá einstaklingum með lága beinþéttni og að brugðist sé við með nauðsynlegum forvörnum.

Lágt T-gildi

Þeir sem eru í mestri áhættu að fá beinþyningu mælast með með lágt T-gildi og hafa brotnað. Beinþynningarbrot eru beinbrot sem verða við lítinn eða engan áverka  svo sem þegar standandi einstaklingur dettur, rekur sig lítils háttar á eða hreyfir sig snögglega. Með öðrum orðum:  Bein hans brotna af völdum áverka sem heilbrigð bein hefðu þolað. Fyrsta brot er viðvörunarmerki vegna þess að um helmingur allra þeirra sem brotnað hafa vegna beinþynningar munu brotna aftur, og áhættan eykst til muna með hverju broti.

Til viðbótar við lágt T- gildi er fleira sem eykur hættu á beinbrotum.  Sykursteralyf s.s. prednisolon, sem notað er í langan tíma, reykingar, lágur líkamsþyngdarstuðull (BMI), gigtarsjúkdómar (rheumatiod arthritis) og mikil áfengisneysla. Hægt er að nota mælitæki eða áhættureikna, s.s. FRAX®  eða hinn íslenska Beinráð til þess að meta áhættu á beinbrotum næstu 10 árin.

Aðrar rannsóknir

Ef beinþéttnin er mjög lág getur læknir vísað viðkomandi til sérfræðings til nánari rannsókna. Blóðprufur og fleiri rannsóknir gætu skorið úr um hvort um aðra sjúkdóma er að ræða, t.d. vanvirkur skjaldkirtill og mein í meltingarvegi, sem geta valdið lágri beinþéttni og beinþynningu. Sé unnt að meðhöndla þá er líklegt að það hjálpi beinunum líka.

Hverjir ættu að fara í DXA beinþéttnimælingu?

Fyrsta skrefið er taka áhættupróf um beinþynningu (ath slóð) og meta heilbrigði beinanna í samráði við lækni hvort ástæða sé til að láta skoða þau sérstaklega með DXA-beinþéttnimælingu. Fái læknir góðar upplýsingar og hafi að auki niðurstöður úr áhættuprófi við hendina getur hann aðstoðað við að ákveða næsta skref til að koma í veg fyrir beinbrot af völdum beinþynningar í framtíðinni.

Í Bandaríkjunum er mælt með þvi að allar 65 ára gamlar konur fari í beinþéttnimælingu og allir 70 ára karlmenn. Aðrir sem eru í áhættuhópum ættu einnig að fara í mælingu, sérstaklega þeir sem hafa beinbrotnað eftir fimmtugt. Hér á landi er ekki skimað fyrir beinþynningu. DXA beinþéttnimælingar eru gerða á Landspítalanum í Fossvogi og á Sjúkrahúsinu á Akureyri.