Ekki fá þér of mikið á diskinn
Næringarefnaþörf okkar, það er þörf okkar fyrir vítamín, steinefni og trefjar, breytist lítið með aldrinum og er nánast sú sama út lífið.
„Næringarefnaþörf okkar, það er þörf okkar fyrir vítamín, steinefni og trefjar, breytist lítið með aldrinum og er nánast sú sama út lífið. Orkuþörfin minnkar aftur á móti með aldrinum. Þetta þýðir að öll næringarefni þurfa að vera til staðar í minni fæðuskömmtum og þá er ekki mikið pláss fyrir sætindi og næringarsnauðan mat. Þörfin fyrir mjög góðan og næringarríkan mat er aftur á móti meiri“, segir Óla Kallý Magnúsdóttir næringarfræðingur hjá Heilsuborg þegar hún er spurð á hvort næringarþörf fólks breytist með hækkandi aldri.
Aldraðir þurfa minni skammta
Óla Kallý hefur sérhæft sig í næringarmeðferð fyrir einstaklinga með sykursýki en hún hefur líka unnið mikið með öldruðum og fólki sem er of feitt eða of þungt. Hún lauk meistaraprófi í næringafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2014. Óla Kallý segir að orkuþörf fólks minnki með aldrinum, um 2,5-5% á hverjum áratug eftir 50 ára. „Ástæðan er vöðvarýrnun, minni hreyfing og fleira. Þetta þýðir að við þurfum minni, en næringarríkari skammta. Orkuþörf, þörfin fyrir hitaeiningar, er einstaklingsbundin,“ segir hún.
Smelltu HÉR til að klára þessa grein af vef lifdununa.is