Ekki gera þessi mistök varðandi útlit og umhirðu
Sumir karlmenn (ég undirstrika sumir) geta verið svolítið latir þegar það kemur að útlitinu og persónulegri umhirðu.
Ef þú ert einn af þeim, hvort sem þú ert einhleypur eða ráðsettur, er kominn tími til að bretta aðeins upp ermarnar og bæta um betur. Það er afar mikilvægt að hafa þessa hluti í lagi.
Hér eru 5 algeng mistök sem karlmenn gera:
1. Að nota allt of mikinn rakspíra
Konur elska þegar karlmenn ilma vel. En of mikið af því góða getur haft þveröfug áhrif. Notaðu lykt sem hæfir þér og spreyjaðu tvisvar á úlnliðinn og bak við eyrun.
2. Ósnyrtar neglur
Neglurnar segja mikið um persónulegt hreinlæti hvers og eins. En það að hafa snyrtilegar hendur og neglur þýðir ekki að þú þurfir nú að fara í handsnyrtingu einu sinni í viku. En þú ættir hiklaust að eiga naglabursta og nota naglaklippur reglulega.
3. Slæm húð
Menn eru, í miklu meiri mæli en áður, farnir að hugsa um húðina á sér og nota andlitskrem. En allt of margir karlmenn eru enn smeykir við þetta. Óhrein húð getur verið svakalega fráhrindandi. Menn sem hugsa ekki um andlitið á sér eldast líka hraðar og líta verr út.
Þú ættir kannski að hugsa um að taka nokkrar mínútur á dag til að hreinsa húðina með andlitsvatni sem hentar þinni húðtegund. Nota sólarvörn þegar . . . LESA MEIRA