Fara í efni

Ekki ljúga til um aldur

Hvers vegna ljúgum við til um aldur, er spurning sem Thomas Helsborg veltir fyrir sér í grein á vef danska ríkisútvarpsins.
Ekki ljúga til um aldur

Hvers vegna ljúgum við til um aldur, er spurning sem Thomas Helsborg veltir fyrir sér í grein á vef danska ríkisútvarpsins.

Thomas segir að í gamla daga hafi engum dottið í hug að ljúga til um aldur en það hafi breyst síðast liðin hundrað ár. Fyrir þann tíma hafi fólk verið ungt eða gamalt og margir hafi ekki vitað um fæðingardag sinn eða ár.

Þetta breyttist í Danmörku árið 1891, en þá voru sett fyrstu lögin þar sem réttindi fólks voru ákvörðuð út frá aldri. Þá hafi viðhorf fólks farið að breytast og menn hafi í ríkari mæli brugðið fyrir sig hvítri lygi þegar spurt er um aldur.

Í dag sé svo komið að flestir hafi á einhverjum tímapunkti sagt ósatt um hversu gamlir þeir séu og þeim fari fjölgandi. En hvers vegna? Skýringarnar eru nokkrar að mati Thomasar.

Aldur er meira en tala á blaði. Árafjöldi er eitt mikilvægasta mælitækið sem við notum til að vega og meta hvert annað og flokka fólk í hópa.

 

Grein af vef lifdununa.is og til að klára greinina smelltu þá HÉR