Fara í efni

Ellefu atriði sem eru á bannlista við iðkun endaþarmsmaka

Þú ættir aldrei, undir neinum kringumstæðum, að samþykkja endaþarmsmök eða neina aðra kynhegðun sem þú treystir þér ekki fyllilega til. Gakktu aldrei lengra en þú treystir þér og langar til ~ hér fara þó fáein atriði sem ágætt er að hafa í huga ef ykkur langar að prófa.
Ellefu atriði sem eru á bannlista við iðkun endaþarmsmaka

Þú ættir aldrei, undir neinum kringumstæðum, að samþykkja endaþarmsmök eða neina aðra kynhegðun sem þú treystir þér ekki fyllilega til.

Gakktu aldrei lengra en þú treystir þér og langar til ~ hér fara þó fáein atriði sem ágætt er að hafa í huga ef ykkur langar að prófa.

 

Sú list að iðka ánæguleg og unaðsleg endaþarmsmök er aldrei fyllilega áhættulaus. Hreinlæti þarf að vera í algeru fyrirrúmi ef hindra á sýkingar og aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, má flytja getnaðarlim beint úr leggöngum konu og yfir í endaþarm hennar – ef limurinn hefur ekki verið þrifinn. Saurgerlar eru mesta vá og geta valdið miklum líkamlegum óþægindum í kjölfar óvarinna maka.

Sé smokkur notaður, þarf skilyrðislaust að skipta út þeim gamla og hafa nýjan við hendina, sé limurinn færður milli endaþarms og legganga – hversu órómantískt sem það nú hljómar mitt í hita leiksins, því líkamleg óþægindi sem plaga parið í kjölfar æsispennandi og forboðinna endaþarmsmaka eru allt annað en rómantísk.

Kannski mörgum þyki ekki einungis óþægilegt að ræða endaþarmsmök heldur einnig örlítið einkennilegt að lesa um þær reglur sem allir elskendur ættu að hafa hugfast þegar bakdyraatlot eru iðkuð, en aldrei er of varlega farið. Tölum því aðeins um rassaríðingar og það í bókstaflegri merkingu; í nafni unaðslegra atlota, líkamlegs heilbrgðis, gagnkvæms samþykkis og almennra smitvarna.

#1 – Ekki iðka endaþarmsmök ef endaþarmurinn er fullur af saur og endaþarmsopið ekki hreint:

Hreinlæti er lykilatriði ef endaþarmsmök eru á döfinni. Rétt áður en þú hefur endaþarmsmök skaltu hafa hægðir og renna þér ofan í baðkarið eða fara í ágæta sturtu og þrífa svæðið kringum endaþarminn vel með bakteríueyðandi sápu. Hafðu hugfast að endaþarmurinn smyr sig ekki frá náttúrunnar hendi eins og leggöngin og einnig að endaþarmurinn sjálfur er ekki jafn teygjanlegur. Því er húðin kringum endaþarminn líklegri til að springa meðan á endaþarmsmökum stendur; örsmáar rifur geta myndast á endaþarmsopinu vegna þrýstíngs. Þess vegna er hreinlæti svo mikilvægt; til að hindra sýkingu.

#2 – Aldrei skyldi nota sama smokkinn við leggangamök og endaþarmsmök:

Þið verðið að skipta um smokk þegar limurinn er dreginn út úr leggöngunum og inn í endaþarminn og svo öfugt. Aldrei má nota sama smokkinn og skiptir engu hversu varlega er farið. Konur eru mjög næmar fyrir sýkingum á kynfærasvæðinu og ekki fer vel ef saurgerlar berast með getnaðarlimnum úr endaþarmi og beint upp í leggöng konunnar. Annað gat, annar smokkur.

#3 – Nei, þú getur ekki orðið ólétt við endaþarmsmök en þið þurfið samt að nota smokk:

Litlu rifurnar sem myndast í endaþarmsopinu sjálfu við þrýstinginn frá getnaðarlimnum gera konuna berskjaldaða fyrir sýkingum; þar á meðal mögulegu kynsjúkdómasmiti. Litlu sprungurnar og rifurnar sem myndast í endaþarmsopinu gera líkamann berskjaldaðri og auðveldara er fyrir mögulegt smit að berast á milli elskenda, því veiran (ef einhver er) hefur beinan aðgang að blóðrásinni. Þetta á sérstaklega við um skyndikynni og kynlífsfélaga, en er ekki nauðsynlegt þegar um trygglynd pör, sem eiga ekki aðra bólfélaga, er að ræða. En allur er varinn góður.

#4 – Ekki notast við kynlífsleikföng sem ekki eru gerð fyrir endaþarminn:

Við höfum flest lesið fréttir af óheppnum einstaklingum sem leituðu í ofboði á neyðarmóttöku vegna kynlífsleikfanga (eða jafnvel heimilistækja) sem sátu föst uppi í endaþarminum. Reyndar hafa allflestir læknar séð eitthvað þessu líkt, í það minnsta einu sinni á ferlinum; gosflöskur, víbratorar sem ætlaðir eru fyrir leikföng, billjardkúlur og svona mætti lengi telja. Þetta er vegna þess að endaþarmsopinu er eðlislægt að dragast saman og sé samdrátturinn nægilega öflugur – getur endaþarmurinn hreinlega þrýst aðskotahlutnum upp í sjálfa þarmana. Í alvarlegustu tilfellum getur hluturinn brotnað inni í endaþarminum og skorið gat á þarmana sjálfa, sem endar þá með skurðaðgerð og spítalavist. Þarna er komin ástæða þess að kynlífsleikföng sem eru hönnuð fyrir endaþarminn, eru breiðari í annan endann – einmitt svo endaþarmurinn geti ekki – í öflugasta samdrættinum, dregið leikfangið upp í þarmana með fyrrgreindum afleiðngum og valdið þannig skaða.

#5 – EKKI láta undan þrýstingi bara vegna þess að ástmaður þinn vill ólmur prófa:

Þetta hljómar kannski fáránlega í fyrstu, en þjónar göfugum tilgangi engu að síður. Þú ættir aldrei, undir neinum kringumstæðum, að samþykkja endaþarmsmök eða neina aðra kynhegðun sem þú treystir þér ekki fyllilega til. Gakktu aldrei lengra en þú treystir þér til og langar til að gera; allt annað fellur undir þvinganir og er óhollt geðheilsu þinni.

#6 – Notið nóg af sleipiefni og ekki spara magnið:

Endaþarmsmök án sleipiefnis eru ekki bara óþægileg, slík mök geta verið sársaukafull og valdið sárum og blæðandi rifum á endaþarmsopinu sjálfu... LESA MEIRA