Ellin er ekki fyrir skræfur
„Leikkonan Betty Davies sagði einhvern tímann að „ellin væri ekki fyrir skræfur“.
Hún lét meira að segja sauma þessi orð í sófapúða þannig að fullyrðingin myndi blasa við öllum hennar gestum.
Þar sem ég er nýorðin sextug er ég farin að taka þessi orð til mín og finnst að Betty hafi haft rétt fyrir sér,“ segir Sandra LaMorgese pistlahöfundur á Huffington Post. Lifðu núna endursagði og stytti lítillega.
„Eitt sem ég heyrði oft í afmælisvikunni var að: „Þú lítur vel út miðað við sextuga!“ Hvað þýðir það eiginlega? Eiga allir sextugir að líta illa út? Væri ég 45 og liti út eins og ég geri nú, væri það þá hörmulegt útlit?
Og ekki nóg með það því um leið og ég varð sextug fór fólk allt í einu að ræða við mig um gigt, verki í liðum og aðrar meinsemdir. „Hvernig er það Sandy, hvernig eru liðirnir?“ „Hvernig gengur þér að komast um?“ Á allri minni ævi hefur enginn rætt þessa hluti við mig og ég hef enga þörf til að ræða þá eingöngu vegna þess að ég varð sextug.
Aldursmismunun er raunverulegt vandamál í samfélagi okkar. Mismununin getur haft mikil áhrif á það hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig við teljum að okkur beri að hegða okkur. Þar að auki er svo enn verra að vita að samkvæmt rannsóknum verða konur mun frekar fyrir mismunun vegna útlits heldur en karlar. Í rannsókn frá SUNY í Buffalo segir: „Eldri konur upplifa í raun mun meiri mismunun en eldri karlmenn vegna þess að útlit skiptir konur meira máli og aldur fer verr með útlit kvenna en karla.“
Þessi neikvæðu skilaboð geta orðið hluti undirmeðvitundar okkar ef við leyfum það. Við höfum getu til að velja og breyta hugsanagangi okkar og tifinningum til að skapa jákvæðan veruleika sem yfirskyggir aldur og væntingar samfélagsins,“ segir Sandra og vitnar í grein í Indian Journal of Psychology.
„Vitund okkar hefur mikil áhrif á efnaskipti líkamans. Vitund sem stjórnast af því hverju við trúum um okkur verður að efnaskiptum. Hver einasta fruma í líkama okkar er meðvituð um hugsanir okkar, tilfinningar og trú. Ef þú trúir því að þú sért viðkvæm hlýða efnaskiptin því og staðfesta. Trú á eigin mátt veldur því að líkami þinn endurspeglar styrk án tillits til þéttni beina og þyngdar. Þegar þú trúir því að þú sért þunglynd mun líkami þinn bregðast við því á sama hátt.“
Hvað þýðir þetta svo? . . . LESA MEIRA