Katrín Björg Fjeldsted - Arkitekt í smá úttekt
Fullt nafn: Katrín Björg Fjeldsted
Aldur: 40 ára
Starf: Arkitekt og sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg
Maki: Enginn
Börn: Einn son sem er 6 ára snillingur
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“ ?: Mér dettur í hug kraftakeppni!
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum?: Hollan safa, ost og smjör.
Hvaða töfralausn trúir þú á? Að hefta sig ekki um of eins og t.d. í mat! Leyfa sér hitt og þetta…en allt er gott í hófi! Og hlægja mikið, taka sig ekki of hátíðlega….maður er með þetta eina líf, njóttu þess af því you ain’t getting out of it alive
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án?: Sonar míns! Ef ég mætti ekki velja hann…myndi ég segja að ég myndi ekki vilja vera án myndavélar!
Hver er þinn uppáhaldsmatur? Gourmet hamborgari…og erum við systkynin t.d. mjög dugleg að skiptast á nýjum eldunaraðferðum ásamt nýjum samsetningum á borgarann
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ? Hvítan! Úps!
Hvað æfir þú oft í viku?: Já ég verð að viðurkenna það að ég er ekki að æfa neitt núna!
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?: Fengi að sofa út óhindrað! Myndi svo vakna , SLÖKKVA á símanum mínum, fá mér amerískan kampavíns-brunch með vinkonunum, færum svo aðeins í spa (hef engan tíma né þolinmæði í allan eða hálfan dag í svoleiðis) í smá dekur. Svo væri alls ekki leiðinlegt að fara eitthvað út að borða um kvöldið!
Hvað er erfið æfing í þínum huga ?: Mér dettur engin “erfið” æfing í hug…en mér dettur “leiðinleg” æfing í hug og það er að hlaupa!
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ? Þetta verður ekkert mál!
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ? Allt sem ég þarf að gera daginn eftir…og muna! Haha alls ekki sniðugt!
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ? Svartar bómullarbuxur með teygju að neðan, hlýrabolur og hettupeysa…yfirleitt
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ? Hamborgara og franskar…en ég fékk mér pítu um daginn til tilbreytingar sem var virkilega góð. Mörg ár síðan ég fékk mér pítu! Mæli alveg með því