Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður í yfirheyrslu
Fullt nafn: Hafsteinn Ægir Geirsson
Aldur: 33 ára
Starf: Verslunarmaður/viðgerðarmaður Erninum
Maki: María Ögn Guðmundsdóttir
Börn: Katla Björt Kristinsdóttir
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“: Fyrst dettur mér að sjálfsögðu í hug þríþraut. En hinn Íslenski járnkall ( Verkfæri) hefur verið lengur í kringum mig. Dettur það líka í hug .
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Mjólk, Egg og smjör
Hvaða töfralausn trúir þú á? Trú ekki á neina töfralausn. En eftir að hafa fengið mér lýsi á morgnana í nokkur ár þá myndi ég segja að það séu töfrar.
Ef þú værir staddur á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án: Ég myndi vilja hafa bát og mjólk. Þá yrði ég sáttur :)
Hver er þinn uppáhaldsmatur? Nautakjöt með nautakjöti. Annars klikkar ekki soðinn fiskur og kartöflur.
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ? Því miður borðar maður of mikinn sykur. En hvítur er í meirihluta.
Hvað æfir þú oft í viku? Ég er að æfa 6-7 sinnum. Yfirleitt eru hjólaæfingar frekar langar (2-5 tímar) Þetta er æfingarvika uppá 10-20 tíma.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ? Nautakjöt með nautakjöti útá ! :)
Hvað er erfið æfing í þínum huga ? Erfið æfing myndi vera löööööng tempó æfing með litlum mat. Þá getur maður verið vel drenaður. Að sjálfsögðu gera "interval" æfingar verið erfiðar.
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ? Ég svosem hef ekkert eitt að segja. En ég tala slatta við sjálfan mig og oft er það til að reyna að sannfæra sjálfan mig um að hugsa jákvætt. Hef trú á því að neikvæð hugmynd dragi árangur niður um mörk prósent eitt og sér.
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ? Ég er sjalda andvaka en oft dettur maður í "keppnis hugleiðslu" eða reynir að búa til keppnisaðstæður í huganum og vinnar úr þeim Svona eiginlega hugsa brautina og ákveða taktík og annað.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ? stuttbuxur. Punktur!
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ? Er hrifinn af Saffran.. snilldar staður sem þreytist ekki. Eigum við ekki að flokka það sem hollan skyndibita. Svo er það Búlluborgari...klikkar aldrei!