Eplakaka á hvolfi (heimsfræg frönsk eplakaka)
Þessi eplakaka á hvolfi er víst heimsfæg frönsk eplakaka
Hráefni:
Deig:
150 g hveiti
150 g mjúkt smjör
smásalt
½ dl kalt vatn
Hveiti, smjöri og salti hrært saman, svo er ísköldu vatni hellt út í þannig að deigið samlagist.
Kælt í u.þ.b. 20 mínútur.
Deigið flatt út hringlaga, í aðeins stærri hring en pannan sem á að nota.
Einnig má nota smjördeig ef fólk er að flýta sér.
4-5 stk. græn epli skræld og kjarnhreinsuð og skorin í tvennt
1½ dl hlynsíróp
Sírópinu hellt í pönnu sem má fara inn í ofn, sírópið soðið aðeins niður eða þar til það er farið að þykkna. Þá eru eplin sett í og þeim snúið þannig að sárið viti upp, þau eiga að taka aðeins lit en gæta þarf þess að sírópið brenni ekki.
Pannan tekin af hitanum og deiginu komið fyrir ofan á eplunum og því þrýst aðeins niður með
hliðunum á pönnunni. Sett inn í 180°C heitan ofninn og bakað í um 20 mínútur.
Á meðan takið þið til kökudisk sem er svo settur ofan á pönnuna þegar hún kemur úr ofninum og henni síðan snúið snöggt við. Passa að hafa stykki á diskinum til að brenna sig ekki!
Uppskrift fengið af vef tm.is