Eplamöffins með haframjöli og súkkulaði - Lólý.is
Hver elskar ekki muffins, eða epli nú eða súkklaði. Ég set súkkulaði í þessar á góðum dögum sem eru nú eiginlega alltaf. Þessi uppskrift er fljótleg og góð og ég hef það alltaf fyrir sið að setja aðeins meira haframjöl en uppskriftin segir til um sem gerir það að verkum að þær verða alveg geggjaðar. Þessar fékk ég fyrst hjá henni Siggu vinkonu minni og féll gjörsamlega fyrir þeim.
- 2 egg
- 2 dl sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 1 1/2 dl hveiti
- 1/2 tsk vanilluduft
- 1 dl olía
- 2 dl haframjöl
- 1 dl ab mjólk
- 2 epli skorin í bita
- 100 gr af súkkulaði
Blandið saman egg og sykur og þeytið þangað til það er létt og ljóst. Bætið þá öllu hinu hráefninu saman við en þá verður deigið þykkt og gott. Að lokum er gott að blanda eplunum út í sem ég er búin að skera í bita og gróft söxuðu súkkulaði.
Setjið í 12 muffinsform og fyllið þau vel því það er svo fallegt að sjá þær standa vel upp úr formunum.
Bakið við 200°C í um 20 mínútur eða þangað til að þær eru orðnar fallega gullinbrúnar á litinn.
Birt í samstarfi við: