Eplapæju hafrar með rúsínum og goji berjum
Hafrar, ber og rúsínur eru dásamleg blanda.
Og ég tala nú ekki um næringargildi berjanna, full af vítamínum og steinefnum eins og t.d A, C og B2-vítamínum, zink, kalk og beta carotene. Allt nauðsynleg efni fyrir líkamann.
Uppskrift er fyrir tvo.
Hráefni:
2 bollar af mjólk – helst hafra,möndlu eða kókósmjólk
2 epli – rifin – með eða án hýðis
1 bolli af hörfum
2-3 msk af maple sýrópi
3 msk af rúsínum
½ tsk af vanillu dufti
1 tsk af kanil
½ tsk af applepie spice – ef finnst ekki þá má nota aukalega ½ tsk af kanil
Á toppinn: Rúsínur, goji ber og það sem hugurinn girnist svo framanlega sem það er hollt.
Leiðbeiningar:
Setjið mjólkina og rifna eplið í pott og látið suðuna koma upp.
Þegar suðan er að koma upp hrærið þá höfrum saman við og lækkið hitann vel niður.
Leyfði að malla í 7-10 mínútur og hrærið öðru hvoru til að grauturinn festist ekki í botninum á pottinum. Það má bæta við mjólk ef þarf.
Bætið nú við sýrópi og rúsínum og hrærið vel saman og slökkvið á hitanum.
Setjið nú vanilluna, kanil og applepie spice ef þú átt, saman við. Blandið vel.
Smakkið til og það má krydda meira með kanil ef þess þarf.
Setjið í tvær skálar, skreytið með berjum og rúsínum og því sem ykkur langar í svo framanlega sem það er hollt.
Njótið vel!