Er athyglin alltaf góð spyr Guðni í dag
Hugleiðing á laugardegi~
Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar.
Athyglin setur ekki skilyrði. Hún skín og gerir ekkert annað. Er athyglin alltaf góð? Eða nærir hún líka það sem er slæmt? Athyglin nærir allt sem á vegi hennar verður, hún dæmir ekki eða velur.
Allar fullyrðingar sem þú heldur fram um þig verða sannar.
Hvort sem þú veitir því athygli sem þú vilt eða vilt ekki – þá ertu að vilja það til þín. Farðu því varlega með þessa helstu auðlind þína og veldu viljandi í vitund.