Fara í efni

Er markmið allra sem stunda líkamsrækt að bæta sig?

Þeir sem mæta í ræktina reglulega, hljóta að vera með einhver markmið. Þessi markmið geta verið óskýr eða mjög markviss og skýr.
Er markmið allra sem stunda líkamsrækt að bæta sig?

Þeir sem mæta í ræktina reglulega, hljóta að vera með einhver markmið. Þessi markmið geta verið óskýr eða mjög markviss og skýr.

Sumir eru ekki með nein markmið og æfa bara til að æfa því þeir vita að þeir þurfa að stunda einhvers konar hreyfingu til að komast í form eða halda sér í formi.

Það er vissulega ekkert að því en ég hef oft furðað mig á því þegar fólk mætir viku eftir viku og mánuð eftir mánuð og gerir nákvæmlega sama.

 

Framvinda æfinga

Framvinda (progression) er lykilhugtak þegar kemur að því að æfa í átt að markmiði. Líkaminn er það fullkominn og vel gerður að hann er fljótur aðlagast því ef þú ert alltaf að hamast í sömu æfingunum og á sama álagi.

Eitt af stóru mistökunum sem byrjendur gera er að vinna í sama æfingakerfinu mánuðum saman. Afleiðingin er að þeir iðkendur eru rændir því eina sem þeir eru að leita að. ÁRANGRI!

Hvort sem þú ert að leita eftir því að léttast, byggja þig upp, bæta þol, þá er skiptir framvinda æfinga öllu máli.

Hvernig bæti ég æfingarnar mínar?

Framvinda getur komið fram á marga vegu  og það má því eiginlega segja að þegar þú ert orðinn góður í einhverri æfingu og það er orðið þægilegt að framkvæma hana, breyttu þá til og finndu leið til þess að gera hana meira krefjandi. Farðu út fyrir þetta svokallað „comfort zone“ og láttu líkama þinn stanslaust giska á hvað þú ætlar að gera.

Hér eru atriði sem hægt er að hafa í huga þegar þér finnst þú hafa staðnað:

  • Breyttu um æfingar reglulega
  • Breyttu um ákefð
  • Breyttu þyngdum
  • Lengdu/styttu æfingarnar þínar
  • Gerðu eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður þegar kemur að æfingum.
  • Framkvæmdu þínar æfingar með annarri hönd eða öðrum fæti (í stað beggja) í einu ef það á við.
  • Gerðu fjölliða æfingar í stað æfinga sem einangra einn vöðva.

Ef þú ert byrjandi og þarft að fá aðhald, þá mæli ég með því að þú leitir til þjálfara eða annarra sérfræðinga til að sjá um að þú sért alltaf að ná árangri og finna fyrir bætingum. Einkaþjálfun og fjarþjálfun geta hjálpað mikið. Ekki sóa tíma þínum í ræktinni.

Þú getur skráð þig í fjarþjálfun hér fyrir ofan og ég sé til þess að þú sért alltaf á tánum að gera æfingar sem hjálpa þér að ná þínum markmiðum.

Vilhjálmur Steinarsson

Menntun:

Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík

Námskeið:

  • Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
  • Ólympískar lyftingar-Lee Taft
  • Stafræn þjálfun-Mike Boyle
  • Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
  • Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
  • Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
  • Elixia TRX group training instructor.
  • Running Biomechanics – Greg Lehman
  • Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman

Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.

Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.

Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)

Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.

fagleg fjarþjálfun.