Fara í efni

Er matur sem eldaður er í örbylgjuofni búinn að tapa allri næringu?

Getur verið að sá matur sem við setjum í örbylgjuofn tapi öllum góðu næringarefnunum?
Prufaðu að gufusjóða í örbygjuofni
Prufaðu að gufusjóða í örbygjuofni

Getur verið að sá matur sem við setjum í örbylgjuofn tapi öllum góðu næringarefnunum?

Við höfum heyrt um það að matur eldaður í örbylgjuofni tapi næringunni, en er þetta satt? Eru örbylgjurnar að eyðileggja matinn okkar?

Niðurstaðan: Ef þú gerir þetta rétt að þá er matur sem eldaður er í örbylgjuofni ein besta leiðin til að halda í öll helstu næringarefni, s.s vítamín og steinefni.

Það eru hættur við að elda mat í örbylgjuofnum. Þú getur brennt þig sem dæmi (matur eldaður í örbylgu verður afar heitur).  Ef þú notar ranga tegund af plasti (þetta sem segir "ekki til notkunar í örbylgjuofnum"), þá geta óholl efni runnið saman við matinn.

Ef þú ert að spá í að ná sem mestu af næringu úr matnum þínum þá er ekkert að því að elda hann í örbylgjuofni. Í raun, þá er eldun í örbylgjuofni afar ofarlega á listanum yfir eldun á mat svo hann tapi ekki næringarefnunum.

Að setja smá vegis af vatni með þeim mat sem þú ætlar að gufusjóða passar upp á að  maturinn tapar ekki neinni næringu, miða við ef þú myndir t.d steikja hann eða skella í pott, drekkja í vatni og sjóða.

"Í hvert sinn sem þú eldar mat, tapar hann einhverju af næringu" en þetta segir næringar- og matvælafræðingurinn Catherine Adams Hutt.

"Besta leiðin til að elda mat svo hann haldi í sem mesta næringu er að elda hann sem styðst, afhjúpa hann í sem styðstan tíma yfir hita og nota sem minnst af vökva"

Og hvað haldið þið? Þetta er akkúrat það sem örbylgjuofninn gerir.

Tökum spínat sem dæmi. Ef þú skellir því í pott og sýður þá tapar það um 70% af fólín sýrunni sem það inniheldur. En ef þú setur spínat í örbylgjuofn með örlítið af vatni að þá ertu ekki að tapa þessu næringarefni.

Þú getur eldað beikon á þar til gerðri grind þangað til það er brakandi gott og ekki eins fitugt og ef þú steikir það.

Auðvitað er hægt að klúðra þessu öllu. Þú hendir grænmetinu í skál sem er full af vatni og ofeldar það og þá gætir þú alveg eins fengið þér hrökkbrauð bara.

"Þegar matur er eldaður í örbylgjuofni þá þarf að hylja hann alveg, þannig býrðu til eins konar gufueldunar umhverfi" Segir Hutt.

Að gufusjóða á eldavélinni er alveg jafn gott ef þú átt góða potta í það.

Í einni rannsók kom í ljós að brokkólí sem var gufusoðið á eldavél tapaði ekki sulforaphane sem vinnur á móti krabbameinsfrumum. En ef það var eldað í örbylgjuofni að þá var sagan önnur.

En í flestu tilvikum að þá getur þú verið viss um að ef þú notar rétt ílát þegar þú eldar í örbylgjuofni, ílát sem eru alveg lokuð og auðvitað verða að þola eldun í örbylguofni.

Það þarf bara örlítið af vatni með í þessi ílát og þetta eldast á stuttum tíma og tapar ekki næringunni.  Einnig drepur hiti bakteríur sem gætu leynst í mat og við orðið veik af.

Til að vera alveg örugg segir Hutt, passaðu þig ef þú ætlar að elda kjúkling í örbylgjunni að hann sé 100% soðinn í gegn.

Þannig að niðurstaðan er, notaðu örbylguofninn þinn meira. Það er fljótlegt að gufusjóða mat í örbylgjunni.

Mundu bara, alltaf smá vatn með í ílátin þegar þú ert að elda í í örbylgjuofninum.

Og keyptu þér ílát sem þola örbylguofninn.

Heimildir : upwave.com