Er sítrónuvatnið að skemma í okkur tennurnar ?
Það er mikið búið að lofa sítrónuvatnið og að drekka það á fastandi maga strax á morgnana.
Að drekka sítrónuvatn er einnig mikið notað ef fólk er að losa sig við nokkur kíló.
Að setja sítrónu í vatn þá ertu að næra líkamann með C-vítamíni, kalíum og trefjum.
Hins vegar er annað að koma í ljós, þessi sítrónuvatnsdrykkja hefur hliðarverkun sem er ekki góð.
Eyðing á tönnum
Að neyta of mikils af mat eða drykk sem er með hátt sýrustig, eins og t.d sítrónuvatn þá ertu stöðugt að erta tennurnar þegar þær komast í tæri við sýruna. Þetta gerir það að verkum að glerungur eyðist, þetta gerir tennur afar viðkvæmar, má nefna tannakul eða sársauki við að drekka heita drykki.
Til að verja tennurnar þá er bent á að drekka drykki sem eru með hátt sýrustig með röri. Ef þú ert þegar farin að finna fyrir eyðingu glerungs þá skaltu leita ráða hjá þínum tannlækni.
Brjóstsviði
Að drekka mikið af sítrónuvatni getur orsakað brjóstsviða eða aukið á brjóstsviðann ef þú hefur þegar fundið fyrir honum áður en þú byrjaðir á sítrónuvatninu. Brjóstsviði orsakar mikinn sviða eða tilfinningu eins og bruna í brjóstkassa. Ef þetta gerist er mælt með að minnka eða hætta að drekka drykki sem eru með hátt sýrustig.
Tíðar klósettferðir eða skortur á vatni í líkama
Í sjaldgæfum tilfellum þá getur þetta einnig orsakað tíðar klósettferðir sem getur endað með að líkaminn fer að finna fyrir ofþurrki og þú ferð að finna fyrir þreytu og sleni.
Ef þú ætlar að drekka sítrónuvatn þá skaltu muna þetta, ekki hafa of mikið af sítrónum í vatninu þínu og notaðu rör þegar þú drekkur það.
Grein af vef livestrong.com