Er þreytan að fita þig?
Í nútímasamfélagi getur verið krefjandi að stunda vinnu, sinna fjölskyldu og vinum ásamt því að viðhalda hollum lífsstíl eins og að borða rétt og hreyfa sig.
Auknum kröfum fylgja nefnilega ekki fleiri klukkustundir. Það fer því oft svo að til að ná að framkvæma allt sem við viljum framkvæma, þá klippum við á svefntíman okkar.
Ný rannsókn bendir þó til þess að vilji maður koma í veg fyrir fitusöfnun gæti borgað sig að leggja meiri áherslu á að fara snemma í háttinn en að fara út að hlaupa.
Það er mikilvægt að borða til að fá orku en oft virðist vera erfitt að hafa stjórn á því hversu mikillar orku er neytt. Of mikil orkuinntaka getur leitt til heilsufarsvandamála eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða offitu. Svarið við þessu er oft að reyna að beina fólki að sérstöku matarræði en stundum dugar góður vilji ekki til þar sem margt fleira spilar inní áthegðun okkar.
Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda á hvatinn.is