Erfðabreyttar lífverur á allra vörum
Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki til rannsókna í lífvísindum.
Tæknin hefur einnig verið hagnýtt í læknisfræði, landbúnaði og iðnaði. Mikil átök hafa orðið um hvort rétt sé að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið og nýta afurðir sem unnar hafa verið úr þeim. Settar hafa verið mjög strangar reglur víða um heim sem takmarka nýtingu þessara lífvera. Umræðan í samfélaginu er oft óvægin og mótast oftar en ekki af takmarkaðri þekkingu á málefninu.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Upphaf erfðatækninnar, sögu hennar og grunnhugtök.
• Aðferðir við erfðabreytingar í tilraunalífverum.
• Kynbætur og erfðatækni í landbúnaði.
• Notkun erfðatækni í matvælaframleiðslu.
• Erfðabreyttar lífverur í matvælum og reglur um merkingar.
• Erfðatækni í læknavísindum.
• Áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu.
• Erfðatækni og umhverfi.
• Orðræðuna um erfðabreyttar lífverur.
• Erfðatækni og siðfræði.
Ávinningur þinn:
• Að skilja grunnhugtök í umræðunni um erfðatækni.
• Að þekkja hlutverk erfðatækni í landbúnaði og fæðuframleiðslu.
• Að þekkja hlutverk erfðatækni í matvælaframleiðslu og helstu reglur um merkingar.
• Að þekkja hlutverk erfðatækni í læknisfræði og áhrif á heilsu.
• Að læra að greina orðræðuna um erfðatækni og siðfræðileg álitamál.
Fyrir hverja:
Fyrir kennara, fjölmiðlafólk og allt áhugafólk um landbúnað, matvælaframleiðslu, heilsu og læknisfræði.
Skráningarfrestur til 31. mars
Umsjón: Dr. Jón Hallsteinn Hallsson, erfðafræðingur og dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk hans munu margir sérfræðingar vera með erindi á námskeiðinu.
Tími: Mán. 7. apríl kl. 8:30 - 17:00
Verð: 25.900 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Nánari lýsing og skráning hér.