Erfitt að eiga við lystarleysi
„Það getur verið mjög erfitt að eiga við lystarleysi.
Það skiptir auðvitað máli að maturinn sé lystugur og við hæfi, hitastig sé rétt og að við mötumst í fallegu umhverfi í góðum félagsskap,“ segir Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur hjá Heilsuborg.
Hún segir að við viðvarandi lystarleysi geti verið gott að fá sér litla bita milli mála, svo sem ávexti, eða brauð með smjöri og áleggi til dæmis osti eða kæfu. „Ef einstaklingar eru að léttast getur verið þörf á að gera matinn hitaeiningaríkari, til dæmis með því að nota rjóma, smjör og olíur í matargerð,“ segir hún og bendir á að einnig sé hægt að kaupa næringardrykki, svo sem Build-up duft til að blanda í mjólk eða kaupa tilbúna næringardrykki sem fást í apótekum.
Uppþemba og harðlífi
Margir sem komnir eru á efri ár kvarta yfir því að þeir séu slæmir í maga, annað hvort með uppþembu eða harðlífi. Óla Kallý segir að við harðlífi geti hjálpað að auka trefjaneyslu. „Það gerum við með því að borða trefjaríka og fjölbreytta fæðu, gróf brauð og grauta, ávexti og grænmeti. Þegar trefjaneysla er aukin er mikilvægt að passa sig á því að drekka ríflega af . . . LESA MEIRA