Ert þú mætt/ur í eigin tilvist - Guðni með hugleiðingu dagsins
Það er meðal annars þessi fjarvera og skortur sem eru til umfjöllunar í þessum skrifum – hvernig við höfum alltaf orku til ráðstöfunar og hvernig við notum fjölmargar og frumlegar leiðir til að rýra þessa orku og beina henni í farveg sem leiðir til vansældar í stað velsældar.
Við höfum allt sem við þurfum – núna – til að lifa í friði og full kominni velsæld. Það eina sem við þurfum að gera er að láta af fjarverunni og mæta inn í eigin tilvist, til félagsskapar við okkur sjálf. Að leysa upp egóið – skortdýrið – með því að mæta inn í tíðni hjartans.
Við getum hvenær sem er öðlast heimild til velsældar með því að opna hjarta okkar og elska okkur í stað þess að hafna – að elska okkur samt.
Lífið er undur. Við getum á hvaða augnabliki sem er tekið ábyrgð, öðlast mátt og lifað viljandi.
Að geta alltaf sagt við okkur sjálf:
„Ég elska mig samt.“