Ert þú með Fótapirring?
En hvað er Fótapirringur?
Á ensku er þetta kallað "Restless legs syndrome eða RLS". Það er erfitt að greina þetta hjá fólki því einkennin eru verst á nóttunni og þegar til læknis er komið að þá verður þeirra ekki vart.
Fótapirringur getur byrjað á meðgöngu en hafir þú þegar verið að berjast við þennan kvilla að þá getur hann orðið verri á meðgöngunni. Þetta hefur verið tengt sjúkdómum á borð við Liðagigt, sykursýki og blóðleysi en getur einnig angrað fólk með aðra sjúkdóma.
Ef þú heldur að þú hafir Fótapirring lestu þá áfram og athugaðu hvort þú kannast eitthvað við þessi einkenni.
Óþægindi sem lýsa sér þannig að þú verður að hreyfa fæturnar stöðugt.
Fólk sem finnur fyrir þessum óþægindum og þarf stöðugt að vera með fæturnar á hreyfingu segir einnig að því fylgi afar óþæginleg tilfinning sem leiðir upp fæturnar. Þessari óþæginlegu tilfinningu hefur verið lýst t.d sem hálfgerðum kláða, eins og það sé verið að toga í fæturnar og eins ótrúlegt og það hljómar að það sé verið að naga beinin í fótunum.
Þessar lýsingar eru eitt af því sem læknar nota til að greina hvort þú hafir Fótapirring eða ekki.
Einkennin gera það að verkum að það er afar erfitt að sofna.
Mikill hluti þeirra sem eru með Fótapirring þjást líka af þeim hvilla að vera stöðugt að hreyfa fæturna í svefni og getur þetta ollið því að þú sefur illa og vaknar í hvert sinn sem þú hreyfir þig.
Einkennin hverfa að hluta til þegar þú hreyfir á þér fæturnar.
Ef einkennin hverfa alveg eða að hluta þegar þú hreyfir á þér fæturnar þá er það merki um að þú sért með Fótapirring (Restless legs syndrome). Óþægindin hverfa í stutta stund en birtast yfirleitt aftur og eina leiðin til að vera ekki með þessi stöðugu óþægindi er að vera á hreyfingu.
Einkennin eru verst þegar þú ert að hvílast.
Þeim mun lengur sem þú hvílist þeim mum meiri líkur eru á að einkennin geri vart við sig.
Einkennin eru verst á kvöldin og þá sérstaklega þegar þú leggst niður.
Versni einkennin mikið á kvöldin og þá sérstaklega þegar þú leggst niður að þá eru afar miklar líkur á að þú sért með Fótapirring. Það er mikilvægt þegar leitað er til læknis út af þessum kvilla að taka allt fram sem að kemur Fótapirringi af stað hjá þér.
Sjálf er ég að berjast við þennan kvilla. Ég tek ekki nein lyf við þessu en ég reyni að passa að gera teygjuæfingar fyrir fæturnar á kvöldin og oft þá virkar það og einnig er Magnesíum ofsalega gott til að minnka einkennin. Tek ég þá Magnesíum snemma að kvöldi.
Frekari upplýsingar um þennan hvimleiða kvilla má finna HÉR.