Fara í efni

Ertu alltaf að byrja og hætta í ræktinni? Lestu þetta…

Upplifir þú mikið annríki og hefur ekki náð að setja heilsuna í forgang? Viltu koma hreyfingu inn í rútínuna og skapa heilbrigðan lífsstíl? Ef þú kannast við þetta langar mig að deila með þér leiðinni sem ég tók til þess að yfirstíga einmitt þessar hindranir þegar kom að hreyfingu. Í þeirri von að það geti hjálpað þér að sjá möguleikana sem þú getur tekið í dag.
Ertu alltaf að byrja og hætta í ræktinni? Lestu þetta…

Upplifir þú mikið annríki og hefur ekki náð að setja heilsuna í forgang?

Viltu koma hreyfingu inn í rútínuna og skapa heilbrigðan lífsstíl?

Ef þú kannast við þetta langar mig að deila með þér leiðinni sem ég tók til þess að yfirstíga einmitt þessar hindranir þegar kom að hreyfingu. Í þeirri von að það geti hjálpað þér að sjá möguleikana sem þú hefur í dag. 

En það voru nokkrir hlutir sem ég tileinkaði mér á heilsuferðalaginu sem ég fór í gegnum (og er ennþá í), en þeir eru eftirfarandi:  

Þú þarft ekki að eyða mörgum klukkutímum í ræktinni til þess að komast í form.

Hver sagði að 60 mínútur væri sá tími sem þú þarft að hreyfa þig til þess að komast í form? Stuttar en kraftmiklar æfingar gera ótrúlega mikið fyrir þig

Þú þarft ekki lyftingarsal eða dýr tæki og tól til að komast í form. 

Bara nokkrir einfaldir hlutir eins og æfingardýna kemur þér af stað. Það er ótrúlega árangursríkt að nota eigin líkamsþyngd og þú kemst langt áfram með smá hugmyndaflugi. Einföld og ódýr tól eins og teygja, bolti eða lóð geta síðan hjálpað til við að þyngja æfingarnar og gert þær meira krefjandi. 

Lykillinn að því að komast í form og vera í formi er að hætta ekki og gefast aldrei upp.

Leiðin að betri lífsstíl er aldrei bein, ef það koma upp bakslög, byrjaðu aftur og haltu áfram. Þú getur allt ef þú virkilega vilt það.

Ég tel að allir eigi að geta fundið tíma og hreyfingu sem hentar þeim og ég vil hjálpa þér að gera hreyfingu aðgengilega og eitthvað sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, án þess að kaupa þér kort í ræktina eða að það taki of mikinn tíma frá þér 

Ef það er eitthvað sem heillar þig,  skráðu þig hér og fáðu 5 kraftmiklar æfingar sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, ásamt góðum útskýringum á hverri æfingu. 

Láttu mig svo endilega vita hvernig gekk, og ekki væri verra ef þú deildir með vinum á facebook.

Heilsukveðja,

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og Heilsumarkþjálfi

sara@hiitfit.is